Innlent

Á 130 km/klst, próflaus og undir áhrifum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ökumenn voru víða stöðvaðir í borginni vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.
Ökumenn voru víða stöðvaðir í borginni vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem ók á 130 km/klst þar sem hámarkshraði er 80. Ökumaðurinn reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum, ölvaður og undir áhrifum kannabisefna, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Stöðva þurfti fleiri ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna en um klukkan 22 var ökumaður stöðvaður á númerslausri bifreið í Breiðholti. Bifreiðin reyndist vera ótryggð og ökumaðurinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Um klukkan tvö í nótt var annar ökumaður stöðvaður í Breiðholt grunaður um að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna. Einnig fannst lítilræði af fíkniefnum á honum.

Þá var ökumaður handtekinn í Grafarvogi skömmu fyrir klukkan eitt fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×