Fótbolti

Modric hafði betur gegn Ronaldo og Griezmann en Messi varð fimmti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Modric tekur við titlinum.
Modric tekur við titlinum. vísir/getty
Luka Modric hafði betur gegn Cristiano Ronaldo og Antoine Griezmann og vann Ballon d'Or verðlaunin í karlaflokki en verðlaunin voru afhent á hátíð í París í kvöld. Ada Hegerberg,leikmaður Lyon og norska landsliðsins, vann verðlaunin í kvennaflokki en þetta var í fyrsta sinn sem France Football veitti verðlauní kvennaflokki.

Árið var ansi gott hjá Modric. Hann fór alla leið í úrslitaleik HM með Króatíu þar sem þeir töpuðu fyrir Frökkum og einnig var hann í sigurliði Real Madrid í Meistaradeildinni þriðja árið í röð.

Cristiano Ronaldo kom annar en hann var einn lykilmaðurinn í liði Real Madrid sem vann Meistaradeildina. Í þriðja sætinu var heimsmeistarinn Antoine Griezmann.

Það kom mörgum á óvart að Lionel Messi væri ekki í topp þremur en hann náði ekki einu sinni upp á topp fjórum. Fyrrum samherji hans Neymar komst ekki inn á topp tíu en hann endaði tólfti.

Topp tíu listinn:

1. sætið: Luka Modric

2. sætið: Cristiano Ronaldo

3. sætið: Antoine Griezmann

4. sætið: Kylian Mbappe

5. sætið: Lionel Messi

6. sætið: Mohamed Salah

7. sætið: Raphael Varane

8. sætið: Eden Hazard

9. sætið: Kevin De Bruyne

10. sætið: Harry Kane

Það voru ekki bara besti leikmaðurinn valinn á hátíðinni í kvöld því í fyrsta skipti voru Trophée Kopa  verðlaunin veitt en þau hlýtur besti ungi leikmaðurinn. Frakkinn Kylian Mbappe vann verðlaunin en kantmaðurinn öskufljóti átti magnað ár og varð meðal annars heimsmeistari með Frökkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×