Enski boltinn

Emery: Úrslit gegn United mun sýna hversu langt við erum komnir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Unai Emery tók við Arsenal í sumar
Unai Emery tók við Arsenal í sumar vísir/getty
Leikur Arsenal og Manchester United á morgun mun segja til um það hver staðan sé á liði Arsenal að mati knattspyrnustjórans Unai Emery.

Arsenal mætir á Old Trafford annað kvöld, en heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og á morgun. Arsenal vann nágrannaslaginn og stórleikinn við Tottenham á sunnudag 4-2 en það verða úrslitin gegn United sem segja mest sagði Emery.

„Þetta verður stór áskorun fyrir okkur og mun annað hvort sanna hversu góðir við erum orðnir eða sýna að við þurfum að gera meira,“ sagði Emery.

Arsenal hefur ekki unnið á Old Trafford í tólf ár, eða síðan í september 2006 þegar Emmanuel Adebayor skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri.

Núverandi lið Arsenal hefur hins vegar ekki tapað leik í síðustu 19 leikjum í öllum keppnum og er átta stigum og þremur sætum ofar en United í töflunni.

„Það er mjög erfitt að vinna á Old Trafford. Þeir eru stórt lið með stóra leikmenn og stórt andrúmsloft sem ýtir þeim áfram. En þetta er spennandi leikur og hvatningin er mikil fyrir okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×