Enski boltinn

Chelsea komið með forystu á Liverpool í Pulisic kapphlaupinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Pulisic.
Christian Pulisic. Vísir/Getty
Chelsea ætlar sér að vinna kapphlaupið við Liverpool um bandaríska knattspyrnumaninn Christian Pulisic sem spilar nú með Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Chelsea hefur þegar haft samband Borussia Dortmund um kaup á leikmanninum en fréttir frá Þýskalandi herma að Chelsea hafi heyrt í forráðamönnum Dortmund á föstudaginn. Evening Standard segir frá.

Borussia Dortmund vill fá 70 milljónir punda fyrir þennan tvítuga sóknarmann. Chelsea ætlar sér samkvæmt fyrrnefndum fréttum Evening Standard að reyna að ganga frá kaupunum strax í janúar.

Christian Pulisic á bara átján mánuði eftir af samningi sínum við Borussia Dortmund og vill ekki framlengja samning sinn við þýska félagið.

Tilboð Chelsea er samt sagt vera undir verðmati Borussia Dortmund auk þess sem þýska félagið vill að Bandaríkjamaðurinn klári tímabilið með Dortmund.

Chelsea hefur fylgst með Christian Pulisic í nokkurn tíma og í frétt Evening Standard kemur einnig fram að Chelsea hafi þegar heyrt hljóðið í Pulisic.

Það fylgir aftur á móti sögunni að óskafélag Pulisic hafi verið Liverpool en Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Dortmund, hefur einnig áhuga á að krækja í þennan hæfileikaríka leikmann.

Liverpool er með marga öfluga leikmenn framarlega á vellinum en Chelsea gæti verið að lenda í smá vandræðum. Eden Hazard hefur ekki enn framlengt samning sinn og þeir Pedro og Willian eru báðir að detta inn á endakafla síns ferils.

Christian Pulisic er þó ekki með frábærar tölur á þessu tímbili eða aðeins 1 mark og 2 stoðsendingar í 8 deildarleikjum. Hann er síðan með 1 mark í 4 leikjum í Meistaradeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×