Enski boltinn

Klopp fær sekt en ekki bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp hljóp inn á miðjan völl.
Jürgen Klopp hljóp inn á miðjan völl. Vísir/Getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sleppur við leikbann fyrir að hlaupa inn á völlinn þegar Liverpool skoraði sigurmark sitt á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Divock Origi skoraði eina mark leiksins á sjöttu mínútu í uppbótartíma og þá hljóp Jürgen Klopp inn á miðjan völl og í fangið á markverðinum Alisson.





Klopp áttaði sig fljótlega og hljóp aftur út af vellinum. Dómarar leiksins refsuðu honum ekki en enska knattspyrnusambandið kærði hann.

Klopp mótmælti ekki kærunni í dag og niðurstaðan var að sekta hann um átta þúsund pund auk þess að hann fékk viðvörun frá sambandinu.

Átta þúsund pund eru um 1,2 milljónir íslenskra króna.

Klopp baðst strax afsökunar á framkomu sinni eftir leikinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×