Innlent

Kynna tillögu um fimmtíu metra mastur og útsýnispall á Úlfarsfelli

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Úlfarsfelli.
Frá Úlfarsfelli. Reykjavíkurborg
Fyrirhugað er að reisa fimmtíu metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli á Úlfarsfelli. Reykjavíkurborg og fjarskiptafyrirtækið Sýn kynna tillögu að deiliskipulagi sem hefur verið unnin á fundi á fimmtudag.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að framkvæmdin eigi að tryggja fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Til að lágmarka sjónræn áhrif mannvirkjanna sé lagt til að unnið verði með náttúrulega byggingarefni þannig að þau falli sem best inn í landslagið og umhverfið.

Tæknilegar forsendur verkefnisins og skipulagstillaga sem er nú í kynningarferli verður kynnt á fundi sem verður haldinn í leikskólabyggingu Dalskóla klukkan 20:00 á fimmtudag.

Vísir er í eigu Sýnar hf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×