Enski boltinn

Hefur mætt á tvöþúsund leiki í röð hjá sínu félagi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmaður Swindon Town. Þessi mynd tengist fréttinni ekki beint.
Stuðningsmaður Swindon Town. Þessi mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Það er orðið mjög langt síðan að Derek Elston missti af leik með félaginu sínu í ensku knattspyrnunni.

Derek Elston er harður stuðningsmaður Swindon Town og hefur mætt á alla leiki liðsins síðan 5. desember árið 1981.

Leikur Swindon Town á móti Woking í enska bikarnum um síðustu helgi var tvö þúsundasti leikurinn í röð sem Elston mætir á.

Elston er nú orðinn 68 ára gamall og hættur að vinna. Hann starfaði sem rafvirki.





Swindon Town kann vel að meta stuðninginn frá Derek Elston og tók á móti honum með kökum og kræsingum á sunnudaginn.

Aðeins einn leikmaður Swindon Town í dag var fæddur þegar missti síðast af leik. Sá heitir Matthew Taylor og fæddisr 27. nóvember 1981. Taylor var því aðeins átta daga þegar Elston missti síðast af Swindon leik.

Það fylgir sögunni að Derek Elston hefur sjaldnast átt heima nálægt Swindon því hann hefur aðalllega búið í Watford og svo seinna í Northampton.

Á milli Swindon og Watford eru 133 kílómetrar og hefur karlinn því alltaf þurft að ferðast í tæpa tvo tíma í hvern heimaleik.

Á meðan Derek Elston hefur mætt á alla leiki þá hefur Swindon Town sex sinnum farið upp um deild og sjö sinnum fallið. Hann hefur sex sinnum farið á leik hjá félaginu á Wembley.

Ekki einu sinni hnéaðgerð kom í veg fyrir að Derek Elston mætti á leik með Swindon Town liðinu. Alvöru stuðningsmaður þarna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×