Enski boltinn

Silva kemur Klopp til varnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það fór vel á með Silva og Klopp um helgina.
Það fór vel á með Silva og Klopp um helgina. vísir/getty
Marco Silva, stjóri Everton, segir að kollegi sinn hjá Liverpool, Jurgen Klopp, hafi ekki átt að vera refsað fyrir að hafa hlaupið inn á völlinn um helgina.

Divock Origi skoraði sigurmark Liverpool á síðustu mínútu uppbótartíma og Þjóðverjinn gjörsamlega missti sig. Hann hljóp inn á völlinn og fagnaði með Alisson, markverði liðsins.

Sitt sýnist hverjum og það voru margir sem vildu að Klopp yrði refsað verulega fyrir atvikið en niðurstaða enska knattspyrnusambandsins í gær var sú að hann fengi sekt en ekki bann.

„Í leiknum sá ég ekki hvað Jurgen gerði. Auðvitað er þetta á tímapunkti fyrir hann en ekki mig en nú hef ég séð þetta og þetta skiptir mig ekki máli. Þetta er eðlielgt. Hann er að fagna,“ sagði Silva.

„Þetta er eitthvað sem hann hefur ekki planað fyrir leikinn. Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði gert það sama á þessum tímapunkti. Það er eitthvað sem ég get ekki sagt þér.“

„Ef þú spyrð mig, þá finnst mér að hann hafi ekki átt að fá sekt en enska knattspyrnusmbandið verður að ákveða hvernig reglurnar eru.“


Tengdar fréttir

Klopp fær sekt en ekki bann

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sleppur við leikbann fyrir að hlaupa inn á völlinn þegar Liverpool skoraði sigurmark sitt á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

„Mourinho fengi 25 leikja bann“

Jurgen Klopp missti sig í gleðinni þegar Liverpool skoraði sigurmarkið gegn Everton á Anfield um helgina og hljóp inn á völlinn í fögnuði, sem er stranglega bannað samkvæmt reglum fótboltans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×