Innlent

Þungt á Alþingi

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Alþingi í gær.
Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/Ernir
Klaustursupptökurnar setja svip á störf Alþingis. Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja stemninguna jafnvel þrúgandi.

„Þau vantreysta okkur alveg jafn mikið og þau skynja það að við vantreystum þeim. Þannig að þetta er alveg tvöfalt vandræðalegt,“ segir einn þingmaður

„Við erum að reyna vinna úr þessu og það er ekkert skrýtið að það muni taka einhverja daga,“ segir annar þingmaður. Enn sé mjög þungt í fólki.

Í umræðum á þingi í gær sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, að þetta segði allt um þá sem voru á Klaustri en ekkert um þá sem fjallað var um þar.

Helga Vala Helgadóttir úr Samfylkingu spurði hvort umræddir þingmenn gætu sinnt starfi sínu. Ekkert þeirra sem tóku þátt í að svívirða Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, gæti til að mynda beint fyrirspurn til hennar.




Tengdar fréttir

Miðflokkurinn næði ekki manni inn

Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is sýnir Miðflokkinn með 4,3 prósenta fylgi og er gerð eftir að Klaustursmálið komst í hámæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×