Enski boltinn

Klopp sættir sig við sektina: „Til þess eru reglurnar“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp missti sig í gleðinni. Eðlilega.
Jürgen Klopp missti sig í gleðinni. Eðlilega. vísir/getty
Eins og kom fram í gær var Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sektaður fyrir ofsafengin fagnaðarlæti sín í Merseyside-slagnum í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Klopp trylltist af gleði þegar að Divock Origi skoraði skrautlegt sigurmark í uppbótartíma eftir skelfileg mistök Jordans Pickfords í marki Everton en Þjóðverjinn hljóp inn á völlinn og stökk í fangið á Alisson, markverði Liverpool.

Sá þýski fékk ekki leikbann fyrir fagnaðarlætin heldur var hann sektaður um 8.000 pund eða tæpar 1,3 milljónir íslenskra króna. Hann var sömuleiðis varaður við því að endurtaka leikinn í framtíðinni.

„Til þess eru reglurnar. Ég komst ekki hjá því að fá þessa sekt,“ segir Klopp sem sættir sig við sektina en BBC greinir frá.

„Þetta mun ekki gerast aftur. Ef maður brýtur reglurnar þarf að sekta mann. Ef það væru engar reglur um þetta væru stjórar alltaf að fagna inn á vellinum.“

„Ég gerði þetta síðast fyrir fjórtán árum. Ég er ekki alveg jafn fljótur að hlaupa þessa dagana,“ segir Jürgen Klopp.


Tengdar fréttir

Silva kemur Klopp til varnar

Marco Silva, stjóri Everton, segir að kollegi sinn hjá Liverpool, Jurgen Klopp, hafi ekki átt að vera refsað fyrir að hafa hlaupið inn á völlinn um helgina.

Klopp fær sekt en ekki bann

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sleppur við leikbann fyrir að hlaupa inn á völlinn þegar Liverpool skoraði sigurmark sitt á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×