Andstæðingur bólusetninga hreinsar út vísindaráð Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 16:24 Giulia Grillo, heilbrigðisráðherra Ítalíu, hefur rekið alla sérfræðinga í ráðgjafanefnd um vísindi- og tækni. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Ítalíu úr röðum Fimm stjörnu hreyfingarinnar sem hefur lýst efasemdum um bólusetningar hefur rekið alla stjórn ráðgjafanefndar ríkisstjórnarinnar í vísinda- og tæknimálum. Ráðherrann segist ætla að skipta stjórnarmönnum út fyrir „annað frægt fólk sem verðskuldar það“.The Guardian segir að ítalskir vísindamenn séu slegnir yfir ákvörðun Giuliu Grillo, heilbrigðisráðherra, sem hún tilkynnti um á mánudagskvöld. Fimm stjörnu hreyfingin, popúlíski stjórnarflokkurinn, sem Grillo tilheyrir hefur andmælt bólusetningum og talað fyrir kukli í krabbameinsmeðferðum og umdeildri stofnfrumumeðferð. Þrjátíu ráðgjöfum í heilbrigðismálum sem sátu í nefndinni verður öllum skipt út. Vísindamenn eru sagðir óttast hverjir verði skipaðir í þeirra stað í ljósi afstöðu Grillo og félaga til vísinda. „Við höfum áhyggjur af því af hverju þau ákváðu að fjarlægja fólk sem var valið vegna reynslu þess og hæfni á hæstu stigum. Við höfum einnig áhyggjur af því hverjir sitja í næsta ráði og sérstaklega hvort að tilnefningarnar verði af pólitískum rótum,“ segir Roberta Siliquini, fráfarandi forseti ráðgjafaráðsins.Hitti aldrei ráðherrann sem bað ráðið aldrei um neitt Grillo hefur tekið af öll tvímæli um að stjórnendur ráðsins verði skipaðir aftur þar sem að traust og samhljómur þurfi að ríkja á milli þeirra og ráðherrans. Nýtt ráð verði skipað í janúar. Siliquini segist hins vegar aldrei hafa hitt Grillo á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að ráðherrann tók við embætti. Hún hafi ekki fengið neinar skýringar á uppsögninni. „Við erum stofnun sem hjálpar þeim að taka ákvarðanir um stefnu út frá vísindalegum og tæknilegum sjónarhóli. En hún hefur aldrei beðið okkur um neitt á þessum sex mánuðum sem er líklega sterk vísbending,“ segir Siliquini við The Guardian. Fimm stjörnu hreyfingin lofaði að snúa við áformum fyrri ríkisstjórnar um að gera tíu bólusetningar að skyldu í landinu. Grillo skapaði svo uppnám í skólum þegar hún lýsti því yfir að foreldrar gætu staðfest sjálfir að börn þeirra hefðu verið bólusett frekar en að þurfa að skila læknisvottorði. Eftir að mislingafaraldur kom upp í miðjum nóvember sagði ríkisstjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og öfgahægriflokksins Bandalagsins að hún myndi gera bólusetningar að skyldu og kallaði 800.000 ungbörn, börn og ungmenni til bólusetninga. Evrópa Ítalía Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Ítalíu úr röðum Fimm stjörnu hreyfingarinnar sem hefur lýst efasemdum um bólusetningar hefur rekið alla stjórn ráðgjafanefndar ríkisstjórnarinnar í vísinda- og tæknimálum. Ráðherrann segist ætla að skipta stjórnarmönnum út fyrir „annað frægt fólk sem verðskuldar það“.The Guardian segir að ítalskir vísindamenn séu slegnir yfir ákvörðun Giuliu Grillo, heilbrigðisráðherra, sem hún tilkynnti um á mánudagskvöld. Fimm stjörnu hreyfingin, popúlíski stjórnarflokkurinn, sem Grillo tilheyrir hefur andmælt bólusetningum og talað fyrir kukli í krabbameinsmeðferðum og umdeildri stofnfrumumeðferð. Þrjátíu ráðgjöfum í heilbrigðismálum sem sátu í nefndinni verður öllum skipt út. Vísindamenn eru sagðir óttast hverjir verði skipaðir í þeirra stað í ljósi afstöðu Grillo og félaga til vísinda. „Við höfum áhyggjur af því af hverju þau ákváðu að fjarlægja fólk sem var valið vegna reynslu þess og hæfni á hæstu stigum. Við höfum einnig áhyggjur af því hverjir sitja í næsta ráði og sérstaklega hvort að tilnefningarnar verði af pólitískum rótum,“ segir Roberta Siliquini, fráfarandi forseti ráðgjafaráðsins.Hitti aldrei ráðherrann sem bað ráðið aldrei um neitt Grillo hefur tekið af öll tvímæli um að stjórnendur ráðsins verði skipaðir aftur þar sem að traust og samhljómur þurfi að ríkja á milli þeirra og ráðherrans. Nýtt ráð verði skipað í janúar. Siliquini segist hins vegar aldrei hafa hitt Grillo á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að ráðherrann tók við embætti. Hún hafi ekki fengið neinar skýringar á uppsögninni. „Við erum stofnun sem hjálpar þeim að taka ákvarðanir um stefnu út frá vísindalegum og tæknilegum sjónarhóli. En hún hefur aldrei beðið okkur um neitt á þessum sex mánuðum sem er líklega sterk vísbending,“ segir Siliquini við The Guardian. Fimm stjörnu hreyfingin lofaði að snúa við áformum fyrri ríkisstjórnar um að gera tíu bólusetningar að skyldu í landinu. Grillo skapaði svo uppnám í skólum þegar hún lýsti því yfir að foreldrar gætu staðfest sjálfir að börn þeirra hefðu verið bólusett frekar en að þurfa að skila læknisvottorði. Eftir að mislingafaraldur kom upp í miðjum nóvember sagði ríkisstjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og öfgahægriflokksins Bandalagsins að hún myndi gera bólusetningar að skyldu og kallaði 800.000 ungbörn, börn og ungmenni til bólusetninga.
Evrópa Ítalía Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent