Enski boltinn

Klopp: City virðist ekki finna fyrir neinni pressu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp vísir/getty
Liverpool getur tyllt sér í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag, um stundarsakir hið minnsta, þegar liðið heimsækir Bournemouth í fyrsta leik dagsins í enska boltanum.

Topplið Man City á svo erfitt verkefni fyrir höndum í síðdegisleiknum þar sem þeir heimsækja Chelsea en tveimur stigum munar á Man City og Liverpool fyrir umferðina.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir leikmenn sína ekki mega hugsa of mikið um töfluna en telur hann að lið sitt geti haft áhrif á spilamennsku City með því að vinna leikinn í hádeginu?

„Ég held ekki að þeir (Man City) finni fyrir einhverri pressu frá okkur. Það sést ekki á spilamennsku þeirra og við erum heldur ekki að hugsa um það. Það eina sem við hugsum um er að ná fram okkar bestu frammistöðu því það er það sem við þurfum gegn Bournemouth,“ segir Klopp sem hrósar stjóra Bournemouth í hástert.

„Þeir hafa átt frábært tímabil og Eddie Howe er að vinna stórkostlegt starf þarna. Þetta verður því verðugt verkefni. Auðvitað veit ég að leikmennirnir vita að þeir geta komið sér á toppinn, ég þarf ekki að minnast á það, það er augljóst.“

Leikur Bournemouth og Liverpool hefst klukkan 12:30 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×