Körfubolti

Átta leikmenn með 50 stiga leik í NBA-deildinni í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant komst í 50 stiga klúbbinn í nótt. Hér er hann með tónlistarmanninum Drake eftir leikinn.
Kevin Durant komst í 50 stiga klúbbinn í nótt. Hér er hann með tónlistarmanninum Drake eftir leikinn. Vísir/Getty
Það hefur ekki vantað upp á súperleikina hjá leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta á þessu tímabili.

Kevin Durant varð í nótt áttundi leikmaður í vetur sem nær því að skora 50 stig eða meira í einum leik.

Kevin Durant skoraði þá 51 stig á útivelli á móti toppliði Toronto Raptors en varð reyndar að sætta sig við tap í framlengingu.

Nokkrum dögum fyrr hafði fyrrum liðsfélagi hans hjá OKC, James Harden, einnig skoraði yfir 50 stig í tapleik.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu NBA sem fleiri en fjórir leikmenn ná að brjóta 50 stiga múrinn í leik fyrir 1. desember.









Kevin Durant hefur verið í miklum ham í síðustu leikjum í fjarveru Stephen Curry en Curry hafði komist í 50 stiga klúbbinn áður en hann meiddist á nára.

Það hafði líka Klay Thompson gert en NBA-meistarar Golden State Warriors eiga því þrjá af átta leikmönnum í þessum eftirsótta klúbb.











NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×