Erlent

Klámsíða bannar vörur Starbucks á skrifstofum sínum

Sylvía Hall skrifar
Starbucks er eitt vinsælasta kaffihúsið vestanhafs.
Starbucks er eitt vinsælasta kaffihúsið vestanhafs. Getty/Stephen Chernin
Klámsíðan YouPorn hefur bannað starfsmönnum sínum að vera með Starbucks vörur á skrifstofum fyrirtækisins frá og með 1. janúar 2019. Bannið er mótsvar klámsíðunnar við ákvörðun kaffihúsakeðjunnar að banna notkun klámsíðna á netþjóni fyrirtækisins en það bann tekur gildi sama dag.

Á fimmtudag fengu starfsmenn klámsíðunnar skilaboð þess efnis að á nýju ári væri ekki leyfilegt að taka með sér matvæli eða drykki frá hinum vinsæla Starbucks. Í skilaboðunum segir berum orðum að bannið sé vegna nýrrar stefnu Starbucks um að banna klámáhorf.

„Kæra YouPorn teymi, í ljósi frétta um að Starbucks ætli að banna viðskiptavinum að leita að og skoða klám á stöðum þeirra munu vörur Starbucks vera bannaðar á skrifstofum YouPorn frá og með 1. janúar 2019,“ segir í skilaboðum til starfsmanna. 

Þó svo að það hafi lengi verið stefna Starbucks að banna viðskiptavinum að skoða klám er þetta fyrsta skrefið sem fyrirtækið tekur í átt að því að loka fyrir slíkt efni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×