Fótbolti

Ofurdeildin er bara draumur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aleksandar Ceferin.
Aleksandar Ceferin. vísir/getty
Tveir valdamestu mennirnir í Evrópuboltanum segja að allt tal um Ofurdeild í Evrópuboltanum sé tóm þvæla.

Á dögunum láku út gögn þar sem fram kom að mörg af stærstu félögum Evrópu væru að íhuga að stofna sína eigin Ofurdeild sem væri ekki í samstarfi við UEFA.

Því hafna bæði Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, og Andrea Agnelli, stjórnarformaður samtaka evrópskra knattspyrnuliða. Stóru liðin vilja halda áfram veginn í samstarfi við UEFA.

„Ofurdeildin verður ekki sett á koppinn. Hún er bara skáldsaga eða draumur,“ sagði Ceferin og Agnelli tekur í sama streng.

„Ég get staðfest að við höfum aldrei rætt eða tekið þátt í því sem að kemur fram í þessu skjali. Við erum í fullu samstarfi við UEFA um að gera Evrópuboltann betri.“

Mörgum leist illa á þessar hugmyndir er fréttirnir komu fyrst fram en nú virðist vera ljóst að menn ætli að vinna saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×