Innlent

Sýknuð í hundruð milljóna króna fjársvikamáli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Einn af höfuðpaurunum í málinu starfaði hjá Ríkisskattstjóra.
Einn af höfuðpaurunum í málinu starfaði hjá Ríkisskattstjóra. Vísir/
Karl og kona voru fyrir helgi sýknuð í Landsrétti í umfangsmesta fjársvikamáli íslenskrar réttarsögu. Fólkið, var ásamt öðrum sakborningum í málinu, sakfellt í héraðsdómi fyrir hátt í 300 milljóna fjársvik og peningaþvætti, sem átti sér stað árin 2009-2010.

Þyngd refsinga í málinu var á bilinu þriggja mánaða til fjögurra ára fangelsi en allar refsingarnar voru bundnar skilorði vegna lengd þess tíma sem málið var til meðferðar hjá lögreglu og ákæruvaldi.

Fimm af þeim sem máttu þola dóm í málinu áfrýjuðu til Landsréttar og kröfðust þau öllsýknu á þeim grundvelli að brotin væru fyrnd. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þeirra háu fjárhæða sem voru í spilinu, en einnig vegna þess aðhið stolna fé hefur aldrei fundist.

Þau sem voru sýknuð af Landsrétti vorusakfelld í héraðsdómi fyrir peningaþvætti af gáleysi.Var þeim gefið að sök að hafa tekið við háum fjárhæðum og haldið í þeim í eigin vörslu þrátt fyrir að ljóst væri að peningarnir væru illa fengnir.

Í dómi Landsréttar segir að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að þau hafi vitað að peningarnir hafi ýmist verið illa fengnir eða afrakstur brotastarfsemi. Þar segir einnig að fyrningarfrestur þeirra brota sem þau voru sakfelld fyrir í héraðsdómi hafi verið fimm ár.

Hins vegar liðu rúmlega sex ár frá síðustu brotum þangað til ákæra í málinu var gefin út og því var það mat Landsréttar að brotin þeirra tveggja væru fyrnd. Voru þau því sýknuð.Dómar hinna fimm í málinu sem áfrýjuðu voru hins vegar staðfestir.


Tengdar fréttir

Telja meint brot í hundraða milljóna fjársvikamáli fyrnd 

Dómþolar í umfangsmesta fjársvikamáli sögunnar telja að rannsókn á brotum þeirra hafi stöðvast um ótilgreindan tíma og því hafi rannsóknin ekki rofið fyrningu. Höfuðpaurar málsins áfrýja ekki. Ríflega 200 milljóna ávinningur brot




Fleiri fréttir

Sjá meira


×