Sport

Tvö önnur sjónarhorn á áreksturinn hjá þýsku stelpunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sophia Floersch.
Sophia Floersch. Mynd/Instagram/vanamersfoortracing
Þýska kappaksturskonan Sophia Floersch slapp á ótrúlegan hátt lifandi og ólömuð út úr svakalegum árekstri í Macau kappakstrinum í formúlu þrjú um helgina.

Sophia Floersch, sem er aðeins sautján ára gömul og að keppa í karlaheimi formúlunnar, hryggbrotnaði í slysinu en var með meðvitnund eftir áreksturinn.





Liðið hennar, Van Amersfoort Racing, færði heiminum góðar fréttir í gær þegar í ljós kom að ellefu klukkutíma aðgerð heppnaðist vel og að það sé ekki lengur óttast um að Sophia sé lömuð.

Vísir hefur vísað á myndband með árekstrinum með fréttum sínum og það myndband má sjá hér fyrir neðan.





Þarna er hinsvegar aðeins boðið upp á eitt sjónarhorn en nú hafa menn grafið upp tvö önnur sjónarhorn á þennan rosalega árekstur.

Eftir að hafa séð þessi tvö myndbrot er fólk nú ekkert minna hissa á því að Sophia hafi sloppið svona vel.

Hér fyrir neðan má sjá tvö ný sjónarhorn á slysið á sunnudaginn.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×