Vilja ekki fisk með plast í maganum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 20:00 Barnaþing var haldið í Laugarnesskóla í dag og er það í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið í skólanum. Öll börn skólans tóku þátt og voru umhverfismál rædd fram og til baka. Börnin hafa áhyggjur af of mikilli plastnotkun og segja fullorðna þurfa að vera duglegri að ræða við þau um málefni samfélagsins. Í dag er alþjóðadagur barna og er hann haldinn í tilefni af afmælisdegi barnasáttmála sameinuðuþjóðanna. UNICEF á Íslandi hefur hvatt fjölmiðla, skóla og foreldra til að gefa börnum orðið þennan dag. Laugarnesskóli bauð því upp á Barnaþing skipulagt af krökkum í sjötta bekk. Krakkarnir telja að raddir sínar þurfi að heyrast oftar og hlusta þurfi betur á þau, þeirra skoðanir skipta máli fyrir framtíðina og þau eru að sjálfsögðu með réttindi sín á hreinu eftir daginn. „Að allir fái umhyggju, eigi góða fjölskyldu og mat, fái að fara í skóla og lifa góðu lífi,“ segir Þóranna Guðrún Hallgrímsdóttir, ein af börnunum sem skipulagði þingið. Þegar Katla Dögg Vilhjálmsdóttir, samstarfskona hennar á þinginu, er spurð út í hvað Barnasáttmálinn fjalli um liggur ekki á svari: „Börn og að allir eigi rétt á hreinu vatni, mat og því sem þarf á að halda og þannig,“ segir hún. Kristján var ánægður með daginn og sáttur við niðurstöður þingsins. „Það á að hlusta á börn betur og þau eiga að fá að stjórna meira,“ segir hann. Umhverfismálin voru mest rædd og augljóst að unga fólkið hefur áhyggjur af jörðinni og vilja gera betur. Kristján bendir á að þau hafi áhyggjur af plastinu í sjónum og menguninni frá farartækjunum. Þóranna bætir við að hún hafi stundum áhyggjur af umhverfinu. „Sérstaklega því það er mikið plast í sjónum. Svo förum við og borðum alla fiskana og það gæti verið plast í þeim ef þeir hafa borðað eitthvað. Það er ekki gott að borða fisk með plasti,“ benti hún á. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Barnaþing var haldið í Laugarnesskóla í dag og er það í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið í skólanum. Öll börn skólans tóku þátt og voru umhverfismál rædd fram og til baka. Börnin hafa áhyggjur af of mikilli plastnotkun og segja fullorðna þurfa að vera duglegri að ræða við þau um málefni samfélagsins. Í dag er alþjóðadagur barna og er hann haldinn í tilefni af afmælisdegi barnasáttmála sameinuðuþjóðanna. UNICEF á Íslandi hefur hvatt fjölmiðla, skóla og foreldra til að gefa börnum orðið þennan dag. Laugarnesskóli bauð því upp á Barnaþing skipulagt af krökkum í sjötta bekk. Krakkarnir telja að raddir sínar þurfi að heyrast oftar og hlusta þurfi betur á þau, þeirra skoðanir skipta máli fyrir framtíðina og þau eru að sjálfsögðu með réttindi sín á hreinu eftir daginn. „Að allir fái umhyggju, eigi góða fjölskyldu og mat, fái að fara í skóla og lifa góðu lífi,“ segir Þóranna Guðrún Hallgrímsdóttir, ein af börnunum sem skipulagði þingið. Þegar Katla Dögg Vilhjálmsdóttir, samstarfskona hennar á þinginu, er spurð út í hvað Barnasáttmálinn fjalli um liggur ekki á svari: „Börn og að allir eigi rétt á hreinu vatni, mat og því sem þarf á að halda og þannig,“ segir hún. Kristján var ánægður með daginn og sáttur við niðurstöður þingsins. „Það á að hlusta á börn betur og þau eiga að fá að stjórna meira,“ segir hann. Umhverfismálin voru mest rædd og augljóst að unga fólkið hefur áhyggjur af jörðinni og vilja gera betur. Kristján bendir á að þau hafi áhyggjur af plastinu í sjónum og menguninni frá farartækjunum. Þóranna bætir við að hún hafi stundum áhyggjur af umhverfinu. „Sérstaklega því það er mikið plast í sjónum. Svo förum við og borðum alla fiskana og það gæti verið plast í þeim ef þeir hafa borðað eitthvað. Það er ekki gott að borða fisk með plasti,“ benti hún á.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira