Innlent

Banaslys: Ók bæði undir áhrifum og of hratt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Niðurstaða hraðaútreiknings sérfræðings bendir til þess að hraði Toyota bifreiðarinnar hafi verið á bilinnu 00-143 km/klst en það er talið líklegast að hraðinn hafi við um 123 km/klst rétt fyrir slysið.
Niðurstaða hraðaútreiknings sérfræðings bendir til þess að hraði Toyota bifreiðarinnar hafi verið á bilinnu 00-143 km/klst en það er talið líklegast að hraðinn hafi við um 123 km/klst rétt fyrir slysið. Vísir/Vilhelm
Karlmaður á fertugsaldri sem lést í árekstri Toyota-fólksbíls og Volkswagen sendibíls á Reykjanesbraut 17. október árið 2016 var „undir miklum áhrifum nokkurra ólöglegra fíkniefna“ og ók of hratt. Hann ók jafnframt yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir aðra bifreið. Ökumaðurinn var ekki í öryggisbelti.

Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem var birt í dag.

Niðurstaða hraðaútreiknings sérfræðings bendir til þess að hraði Toyota bifreiðarinnar hafi verið á bilinnu 00-143 km/klst en það er talið líklegast að hraðinn hafi við um 123 km/klst rétt fyrir slysið.

Rétt austan við Rósaselstorg var Toyota bifreið sveigt yfir á rangan vegarhelming beint framan á Volkswagen bifreið sem kom úr gagnstæðri átt.

Harður árekstur varð á milli bifreiðanna og kastaðist Volkswagen bifreiðin út fyrir veginn sunnan megin. Toyota bifreiðin kastaðist aftur á móti út fyrir veginn norðan megin og lenti á ljósastaur.

Hámarkshraði var 90 km/klst þegar slysið átti sér stað en hefur nú verið lækkaður í 70 km/klst.

Í skýrslunni segir að undanfarin ár hafi ölvunar-og vímuefnaakstur verið algeng orsök banaslysa í umferðinni og að brýnt sé að rannsaka hvaða úrræði hafi gefist vel í öðrum löndum til að breyta hegðun ökumanna sem aka undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×