Innlent

Stal síma og lyfjum af bókasafnsgesti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Konan var stödd á safninu þegar þjófurinn lét til skarar skríða. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Konan var stödd á safninu þegar þjófurinn lét til skarar skríða. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/GVA
Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um þjófnað á bókasafni í miðborg Reykjavíkur. Þar hafði síma, greiðslukorti, lyklum og fleiri munum verið stolið frá konu sem stödd var á safninu. Lögreglumenn höfðu hendur í hári þjófsins og var mununum skilað til konunnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.

Um klukkutíma síðar var tilkynnt um innbrot í bifreið í miðborginni þar sem fartölvu og fleiri munum hafði verið stolið. Lögregla handtók karlmann grunaðan um innbrotið og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Við vistun fundust hjá manninum ætluð fíkniefni.

Þá var töluverður fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um ölvunar eða fíkniefnaakstur í gær og í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×