Fótbolti

Írar reka O'Neill og Keane

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keane og O'Neill saman á hliðarlínunni með írska landsliðinu.
Keane og O'Neill saman á hliðarlínunni með írska landsliðinu. vísir/getty
Írska knattspyrnulandsliðið er án þjálfara en þeir Martin O'Neill og Roy Keane fengu sparkið í morgun.

Þeir félagar hafa stýrt írska liðinu síðan árið 2013 og fóru með liðið í 16-liða úrslit á EM 2016.

Líkt og hjá íslenska landsliðinu hefur það írska ekki unnið leik á árinu 2018 og féll um deild í Þjóðadeildinni. Það var þó verra hjá Írum sem voru í B-deildinni.

Írska liðið hefur ekki skorað mark í síðustu fjórum leikjum en eftir markalaust jafntefli gegn Dönum lýsti O'Neill því yfir að hann vildi halda áfram. Honum varð ekki að ósk sinni.

Írar verða í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM í byrjun desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×