Innlent

Fimm fræknir fréttamenn á Alþingi

Heimir Már Pétursson skrifar
Strákarnir segja þættina verða miklu betri en Sendiráð Íslands þættina sem sýndir voru á stöð tvö, en kveikti þó hugmyndina hjá strákunum.
Strákarnir segja þættina verða miklu betri en Sendiráð Íslands þættina sem sýndir voru á stöð tvö, en kveikti þó hugmyndina hjá strákunum.
Þessa dagana vinna fimm vaskir strákar í Háteigsskóla að gerð þátta um alla ráðherra Íslands. Strákarnir segja þættina verða miklu betri en Sendiráð Íslands þættina sem sýndir voru á stöð tvö, sem kveikti þó hugmyndina hjá strákunum.

Þessir ungu þáttagerðamenn voru í Alþingishúsinu í dag að ræða við einn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar.

„Við ætlum að gera þætti sem heita Ráðuneyti Íslands. Pínu rip-off af sendiráð Íslands sem voru á St-Stöð 2, 2017 eða eitthvað. Bara okkar útgáfa verður bara um ráðuneytin og miklu meira spennandi. Miklu meira,“ sagði Magnús Sigurður Jónasson.

Strákarnir eru ekki staðráðnir í því að verða fréttamenn en Arnmundur Sighvatsson ætlar sér að verða leikstjóri.

Þeir höfðu áður tekið viðtöl við forsætisráðherra og aðra og í dag var komið að iðnaðar- nýsköpunar og ferðamálaráðherra. Spurðir um hvað þeir ætluðu að ræða við hana sögðust strákarnir ætla að ræða við hana um störf hennar og nota viðtalið, sem og önnur í þætti á Youtube. Eins og áður segir munu þættirnir heita Ráðuneyti Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×