Enski boltinn

Mourinho vill miðvörð Fiorentina í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nikola Milenkovic er ofarlega á lista forráðamanna United.
Nikola Milenkovic er ofarlega á lista forráðamanna United. vísir/getty
Manchester United hefur áhuga á að klófesta varnarmanninn Nikola Milenkovic í janúar glugganum en Sky fréttastofan á Ítalíu greindi frá þessu.

Milenkovic er á mála hjá Fiorentina og hefur byrjað alla tólf leiki liðsins og skorað tvö mörk í Seríu A á tímabilinu en hann er einungis 21 árs gamall.

Mourinho fá Milenkovic í janúar en það gæti beðið þangað til í júní næsta sumar. Portúgalinn vill styrkja varnarleikinn en United hefur fengið á sig 21 mark í fyrstu tólf leikjunum í deildinni.

Maurio Cognigni, forseti Fiorentina, greindi frá því í september að félagið hafi hafnað 36 milljóna punda tilboði í miðvörðinn í sumar svo hann fæst ekki ókeypis.

Talið er að kappinn gæti kostað 50 milljónir punda en Chelsea, Arsenal og Juventus eru einnig fylgjast með framgöngu Serbans sem er kominn aftur í serbneska landsliðið.

Milenkovic er ekki sá eini á Ítalíu sem United er að fylgjast með en danski miðvörðurinn Joachim Andersen er einnig talinn vekja athygli forráðamanna United. Hann ku vera númer tvö á innkaupalistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×