Handbolti

Þórir með sex marka sigur á Ungverjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir stýrir Noregi og hefur þar gert frábæra hluti.
Þórir stýrir Noregi og hefur þar gert frábæra hluti. vísir/getty
Þórir Hergeirsson stýrði Noregi til sigurs gegn Ungverjum, 25-19, en liðin mættust á Møbelringen-æfingamótinu sem haldið er í Noregi um helgina.

Noregur tók fljótlega forystuna í leiknum og var 12-6 yfir í hálfleik. Þær héldu tröllatökum á leiknum í síðari hálfeik og unnu að lokum sex marka sigur, 25-19.

Kari Brettset, Heidi Løke og Mille Aune voru markahæstar hjá Noregi með fjögur mörk hver.

Þórir og lærimeyjar hans eru að undirbúa sig fyrir EM sem verður haldið í Frakklandi og hefst eftir viku.

Þar er Noregur í riðli með Rúmeníu, Þýskalandi og tékklandi en fyrsti leikurinn er fyrsta desember gegn Þýskalandi.

Ungverjaland er einnig á leið á EM en þær eru í riðli með Spáni, Hollandi og Króatíu.

Noregur spilar við Danmörku á laugardaginn og Frakkland á laugardaginn sem verður síðasti undirbúningsleikurinn fyrir EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×