Innlent

Kalt en bjart um helgina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er rólegheitaveður framundan um helgina.
Það er rólegheitaveður framundan um helgina. vísir/vilhelm
Það er spáð rólegheitaveðri um helgina, nokkuð köldu reyndar en björtu, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.

Á laugardag og sunnudag er spáð hægri breytilegri átt og víða léttskýjuðu veðri en búast má við stöku skúrum við suðurströndina.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að veðrið fari hægt kólnandi og að hiti verði um og undir frostmarki allvíða en gæti þó farið upp undir fimm stig sunnan- og vestanlands.

Eftir helgina bætir svo hægt og rólega í vind og úrkomu og stefnir í hvassa norðaustlæga átt um miðja næstu viku með rigningu eða slyddu fyrri norðan og austan. Suðvestanlands lítur út fyrir þurrt veður í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×