Körfubolti

Ítali tekinn við hjá Blikum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antonio D'Alberto var líflegur á hliðarlínunni um helgina
Antonio D'Alberto var líflegur á hliðarlínunni um helgina vísir/daníel
Ítalinn Antonio D'Albero mun stýra liði Breiðabliks í Domino's deild kvenna út tímabilið. Hann tekur við starfinu af Margréti Sturlaugsdóttur.

Karfan.is greindi frá þessu en D'Albero stýrði liðinu í fyrsta skipti um helgina þegar Breiðablik vann Skallagrím í fyrsta sigurleik Kópavogsliðsins á tímabilinu.

D'Albero er eiginmaður Florenciu Palacois, sem leikur með Stjörnunni, og hefur þjálfað bæði í heimalandinu Ítalíu, Svíþjóð og Danmörku svo eitthvað sé nefnt auk þess sem hann hefur þjálfað landslið Jamaíka, Makedóníu og Arúba.

Ítalinn var aðstoðarþjálfari Margrétar sem lét af störfum fyrir landsleikjahléið vegna veikinda. Halldór Halldórsson verður aðstoðarmaður D'Albero á hliðarlínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×