Hvað á það nú að þýða? Hulda Vigdísardóttir skrifar 27. nóvember 2018 14:26 Í síðustu viku flykktist fólk hvaðanæva af landinu í Hörpu að sjá Hnotubrjótinn í uppsetningu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og St. Petersburg Festival Ballet. Ungir sem aldnir – já, prúðbúin börn og misspenntir fylgifiskar, kátir listunnendur og aðrir áhugasamir gestir – trítluðu inn í Eldborgarsal til að sjá Maríu dansa við sinn ástkæra hnotubrjót og fylgjast með magnþrungnum bardaga músanna undir hrífandi tónlist Tchaikovskys. Jólagleði skein úr andlitum áhorfenda og eftir taktfast lófatak og nokkur pen húrrahróp héldu gestir aftur heim á leið, glaðir í bragði. Sjálf var ég enn á ungaaldri þegar ég kynntist undraheimi hnotubrjótsins en aðeins fjögurra ára sendi mamma mig í ballett. Að vísu var ég ekki ýkja hrifin af því uppátæki móður minnar í fyrstu þar; mér þótti jú einkar gott að sofa út og naut þess að vera komin í helgarfrí eftir fimm daga hasar á leikskólanum. Um tíma gafst mamma jafnvel upp á því að vekja mig snemma á laugardagsmorgnum og keyra mig upp í Mjódd, þar sem fjórtán litlar ballerínur æfðu plié og léku óskasteina af mikilli innlifun. Einn morguninn rauk ég þó á fætur og klæddi mig í fagurbleikan ballettbúning, sokkabuxur og hálftáskó, mömmu til mikillar undrunar. Ég bað hana að binda hvítt ballettpils utan um mig sem legið hafði ósnert inni í skáp frá því að ég fékk það í afmælisgjöf, og tilkynnti brosandi að nú væri ég sko á leiðinni í ballett. Hún brunaði með mig upp í ballettskóla og ég tiplaði borubrött inn. Eftir tímann komst mamma reyndar að því að umsjónarmenn Stundarinnar okkar, sem þá var í miklu uppáhaldi hjá mér, hefðu mætt í fylgd upptökumanna, sem mynduðu okkur ballerínurnar í bak og fyrir, og viku seinna sást ég sprikla um salinn í túbusjónvarpinu heima í stofu. Hvort sem það var tilviljun að ég skyldi einmitt hafa drifið mig þennan laugardagsmorgun eða hafi átt von á Ástu og Kela í heimsókn, þá mætti ég alla vega samviskusamlega þar eftir og næstu tólf ár. Ég tók snemma miklu ástfóstri við söguna um hnotubrjótinn og músakónginn og á sex ára afmælisdaginn gaf elsku amma mín mér myndbandsspólu með teiknimynd byggða á verkinu sem ég horfði aftur og aftur á. Ég kunni hana sennilega utan að þegar ballettskólinn setti sýninguna upp nokkrum árum síðar og ég flaug um Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu sem blómadís í fjólubláu tútú og táskóm. Líklega kannast flestir hér á landi við söguna, enda er Hnotubrjóturinn og músakóngurinn eitt vinsælasta jólaævintýri fyrr og síðar. Litskrúðugar persónur og töfraheimar þeirra gera verkið nær ódauðlegt en rúm tvö hundruð ár eru síðan það birtist fyrst á prenti. Ævintýrið er með þekktari verkum E. T. A. Hoffmanns og á marga vegu ákveðið tímamótaverk í bókmenntasögunni en þegar ég leitaði að því á íslensku greip ég í tómt. Já, þó ótrúlegt megi virðast, hafði verkið aldrei komið út í íslenskri þýðingu. Sem í draumi sá ég ömmu mína sálugu fyrir mér líta upp úr krossgátublaði sínu og horfa furðu lostin á mig úr gamla stólnum sínum. „Hvað segirðu? Getur það verið? Hvað á það nú að þýða?“ Rödd hennar söng inni í mér og eftir frekari eftirgrennslun og árangurslausa leit að íslenskri þýðingu, ákvað ég að láta slag standa og þýða ævintýrið. Þann 6. desember næstkomandi fagna ég því ekki einungis afmæli móður minnar heldur einnig útkomu nýrrar bókar. Ég þekkti söguna fyrst og fremst frá ballettnámi mínu en þó listdans sé magnað tjáningarform kom verk Hoffmanns mér stöðugt á óvart en inn í söguna tvinnast til dæmis annað ævintýri sem fær yfirleitt ekki stórt hlutverk uppi á sviði. Sagan er skrifuð fyrir börn en höfðar þó ekki síður til fullorðinna, enda höfum við jú öll gott af því að gleyma okkur stundum og hverfa inn í heim ævintýrannaHöfundur er M.A. í íslenskri málfræði og þýðandi Hnotubrjótsins og músakóngsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku flykktist fólk hvaðanæva af landinu í Hörpu að sjá Hnotubrjótinn í uppsetningu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og St. Petersburg Festival Ballet. Ungir sem aldnir – já, prúðbúin börn og misspenntir fylgifiskar, kátir listunnendur og aðrir áhugasamir gestir – trítluðu inn í Eldborgarsal til að sjá Maríu dansa við sinn ástkæra hnotubrjót og fylgjast með magnþrungnum bardaga músanna undir hrífandi tónlist Tchaikovskys. Jólagleði skein úr andlitum áhorfenda og eftir taktfast lófatak og nokkur pen húrrahróp héldu gestir aftur heim á leið, glaðir í bragði. Sjálf var ég enn á ungaaldri þegar ég kynntist undraheimi hnotubrjótsins en aðeins fjögurra ára sendi mamma mig í ballett. Að vísu var ég ekki ýkja hrifin af því uppátæki móður minnar í fyrstu þar; mér þótti jú einkar gott að sofa út og naut þess að vera komin í helgarfrí eftir fimm daga hasar á leikskólanum. Um tíma gafst mamma jafnvel upp á því að vekja mig snemma á laugardagsmorgnum og keyra mig upp í Mjódd, þar sem fjórtán litlar ballerínur æfðu plié og léku óskasteina af mikilli innlifun. Einn morguninn rauk ég þó á fætur og klæddi mig í fagurbleikan ballettbúning, sokkabuxur og hálftáskó, mömmu til mikillar undrunar. Ég bað hana að binda hvítt ballettpils utan um mig sem legið hafði ósnert inni í skáp frá því að ég fékk það í afmælisgjöf, og tilkynnti brosandi að nú væri ég sko á leiðinni í ballett. Hún brunaði með mig upp í ballettskóla og ég tiplaði borubrött inn. Eftir tímann komst mamma reyndar að því að umsjónarmenn Stundarinnar okkar, sem þá var í miklu uppáhaldi hjá mér, hefðu mætt í fylgd upptökumanna, sem mynduðu okkur ballerínurnar í bak og fyrir, og viku seinna sást ég sprikla um salinn í túbusjónvarpinu heima í stofu. Hvort sem það var tilviljun að ég skyldi einmitt hafa drifið mig þennan laugardagsmorgun eða hafi átt von á Ástu og Kela í heimsókn, þá mætti ég alla vega samviskusamlega þar eftir og næstu tólf ár. Ég tók snemma miklu ástfóstri við söguna um hnotubrjótinn og músakónginn og á sex ára afmælisdaginn gaf elsku amma mín mér myndbandsspólu með teiknimynd byggða á verkinu sem ég horfði aftur og aftur á. Ég kunni hana sennilega utan að þegar ballettskólinn setti sýninguna upp nokkrum árum síðar og ég flaug um Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu sem blómadís í fjólubláu tútú og táskóm. Líklega kannast flestir hér á landi við söguna, enda er Hnotubrjóturinn og músakóngurinn eitt vinsælasta jólaævintýri fyrr og síðar. Litskrúðugar persónur og töfraheimar þeirra gera verkið nær ódauðlegt en rúm tvö hundruð ár eru síðan það birtist fyrst á prenti. Ævintýrið er með þekktari verkum E. T. A. Hoffmanns og á marga vegu ákveðið tímamótaverk í bókmenntasögunni en þegar ég leitaði að því á íslensku greip ég í tómt. Já, þó ótrúlegt megi virðast, hafði verkið aldrei komið út í íslenskri þýðingu. Sem í draumi sá ég ömmu mína sálugu fyrir mér líta upp úr krossgátublaði sínu og horfa furðu lostin á mig úr gamla stólnum sínum. „Hvað segirðu? Getur það verið? Hvað á það nú að þýða?“ Rödd hennar söng inni í mér og eftir frekari eftirgrennslun og árangurslausa leit að íslenskri þýðingu, ákvað ég að láta slag standa og þýða ævintýrið. Þann 6. desember næstkomandi fagna ég því ekki einungis afmæli móður minnar heldur einnig útkomu nýrrar bókar. Ég þekkti söguna fyrst og fremst frá ballettnámi mínu en þó listdans sé magnað tjáningarform kom verk Hoffmanns mér stöðugt á óvart en inn í söguna tvinnast til dæmis annað ævintýri sem fær yfirleitt ekki stórt hlutverk uppi á sviði. Sagan er skrifuð fyrir börn en höfðar þó ekki síður til fullorðinna, enda höfum við jú öll gott af því að gleyma okkur stundum og hverfa inn í heim ævintýrannaHöfundur er M.A. í íslenskri málfræði og þýðandi Hnotubrjótsins og músakóngsins.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun