Áfram í haldi grunaður um umfangsmikið mansal Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:45 Málið er umfangsmikið og teygir ana sína víða og út fyrir landsteinana og ekki er vitað fyrir víst hver maðurinn er. Fréttablaðið/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir útlendingi sem grunaður er um aðild að mansali. Manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Ekki liggur fyrir hver maðurinn er í raun og veru. Málið má rekja til þess að breskur ríkisborgari með íslenska kennitölu hafi verið stöðvaður í flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 4. október síðastliðinn. Lögreglumennirnir hafi þekkt nafn og vegabréf mannsins en nokkru áður hafði annar aðili framvísað sama vegabréfi á leið til Kanada. Sá maður hafi fengið dóm vegna þess brots í ágúst. Breski maðurinn hafi tjáð lögreglu að vinur hans, sem situr í haldi, myndi sækja hann. Á öryggismyndavélum mátti sjá hann ásamt öðrum aðila koma í flugstöðina klukkan 19:41 og yfirgefa hana klukkan 20:38.Nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara Lögreglu hefur áður borist ábendingar að hinn grunaði stæði að ýmiskonar brotastarfsemi hér á landi. Lögreglan telur að rökstuddur grunur sé fyrir að maðurinn sé viðriðinn mansal hér á landi, hafi skipulagt smygl á fólki til og frá landinu, fjársvik og peningaþvætti þar sem hann nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara í hagnaðarskyni með því að útvega þeim fölsuð skilríki og/eða skilríki annarra og afhenda þau til notkunar gegn gjaldi og útvegi þeim starf með ólögmætum hætti. Auk þess grunar lögregluna að maðurinn stundi umfangsmikil fjársvik, afli sér fjölda farsíma, meðal annars með stolnum beiðnabókum frá Reykjavíkurborg, og sendi þá til Bretlands. Húsleit var gerð þann 5. október þar sem maðurinn var handtekinn. Í húsinu voru tvær íbúðir sem maðurinn leigði og leigði út til annarra aðila. Við leitina fannst fjöldi farsíma og símkorta, ferða og persónuskilríki fjölmargra aðila, ýmsar kvittanir, meðal annars um kaup á dýrum farsímum, kvittanir vegna peningasendinga úr landi og önnur gögn. Þá hafi fundist við leit í bankahólfi pund, evrur, símtæki og spjaldtölva.Ekki vitað fyrir víst hver maðurinn er Í greinargerð lögreglu með gæsluvarðhaldsbeiðni segir að við rannsókn málsins leitt í ljós umfangsmikla miðlun fjármuna milli aðila hér á landi og erlendis, þar á meðal frá og til mannsins. Þá hafi erlendir aðilar unnið á hans kennitölu í mörg skipti á mörgum stöðum sem maðurinn og launagreiðslur verið lagðar inn á hans reikninga. Rannsóknin hafi leitt í ljós frekari brot gegn lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga, og að kennitölur fleiri aðila sem hafi fengið kennitölur hér á landi, að því er virðist án þess að hafa dvalið hér, hafi verið misnotaðar. Rannsókn málsins er sögð afar umfangsmikil, grunur sé um að maðurinn stundi umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverkamenn. Lögreglan hefur fengið heimild til skoðunar á innihaldi símtækja mannsins. Maðurinn neitaði að aðstoða lögreglu við að opna símana og því hafi þeir verið sendir til útlanda í því skyni að opna þá. Unnið er að vinnslu úr innihaldi þeirra en gögnin eru vel á þriðja tug gígabæta. Ekki er ljóst hver maðurinn er í raun og veru og hver tilgangurinn er með dvöl hans hér á landi. Lögreglan hefur meðal annars aflað gagna sem sýna að hann hefur borið annað nafn en hann gefur upp og annan fæðingardag. Þá hafi hann tengsl við fjölda erlendra einstaklinga sem ýmis gögn bendi til að hafi komið hingað til lands fyrir tilstilli hans en í óljósum tilgangi. Lögreglumál Tengdar fréttir Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir útlendingi sem grunaður er um aðild að mansali. Manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Ekki liggur fyrir hver maðurinn er í raun og veru. Málið má rekja til þess að breskur ríkisborgari með íslenska kennitölu hafi verið stöðvaður í flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 4. október síðastliðinn. Lögreglumennirnir hafi þekkt nafn og vegabréf mannsins en nokkru áður hafði annar aðili framvísað sama vegabréfi á leið til Kanada. Sá maður hafi fengið dóm vegna þess brots í ágúst. Breski maðurinn hafi tjáð lögreglu að vinur hans, sem situr í haldi, myndi sækja hann. Á öryggismyndavélum mátti sjá hann ásamt öðrum aðila koma í flugstöðina klukkan 19:41 og yfirgefa hana klukkan 20:38.Nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara Lögreglu hefur áður borist ábendingar að hinn grunaði stæði að ýmiskonar brotastarfsemi hér á landi. Lögreglan telur að rökstuddur grunur sé fyrir að maðurinn sé viðriðinn mansal hér á landi, hafi skipulagt smygl á fólki til og frá landinu, fjársvik og peningaþvætti þar sem hann nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara í hagnaðarskyni með því að útvega þeim fölsuð skilríki og/eða skilríki annarra og afhenda þau til notkunar gegn gjaldi og útvegi þeim starf með ólögmætum hætti. Auk þess grunar lögregluna að maðurinn stundi umfangsmikil fjársvik, afli sér fjölda farsíma, meðal annars með stolnum beiðnabókum frá Reykjavíkurborg, og sendi þá til Bretlands. Húsleit var gerð þann 5. október þar sem maðurinn var handtekinn. Í húsinu voru tvær íbúðir sem maðurinn leigði og leigði út til annarra aðila. Við leitina fannst fjöldi farsíma og símkorta, ferða og persónuskilríki fjölmargra aðila, ýmsar kvittanir, meðal annars um kaup á dýrum farsímum, kvittanir vegna peningasendinga úr landi og önnur gögn. Þá hafi fundist við leit í bankahólfi pund, evrur, símtæki og spjaldtölva.Ekki vitað fyrir víst hver maðurinn er Í greinargerð lögreglu með gæsluvarðhaldsbeiðni segir að við rannsókn málsins leitt í ljós umfangsmikla miðlun fjármuna milli aðila hér á landi og erlendis, þar á meðal frá og til mannsins. Þá hafi erlendir aðilar unnið á hans kennitölu í mörg skipti á mörgum stöðum sem maðurinn og launagreiðslur verið lagðar inn á hans reikninga. Rannsóknin hafi leitt í ljós frekari brot gegn lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga, og að kennitölur fleiri aðila sem hafi fengið kennitölur hér á landi, að því er virðist án þess að hafa dvalið hér, hafi verið misnotaðar. Rannsókn málsins er sögð afar umfangsmikil, grunur sé um að maðurinn stundi umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverkamenn. Lögreglan hefur fengið heimild til skoðunar á innihaldi símtækja mannsins. Maðurinn neitaði að aðstoða lögreglu við að opna símana og því hafi þeir verið sendir til útlanda í því skyni að opna þá. Unnið er að vinnslu úr innihaldi þeirra en gögnin eru vel á þriðja tug gígabæta. Ekki er ljóst hver maðurinn er í raun og veru og hver tilgangurinn er með dvöl hans hér á landi. Lögreglan hefur meðal annars aflað gagna sem sýna að hann hefur borið annað nafn en hann gefur upp og annan fæðingardag. Þá hafi hann tengsl við fjölda erlendra einstaklinga sem ýmis gögn bendi til að hafi komið hingað til lands fyrir tilstilli hans en í óljósum tilgangi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03
Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20