Körfubolti

Sögulega lélegur leikur hjá LeBron

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James var ekki kátur í nótt.
LeBron James var ekki kátur í nótt. Vísir/Getty
LeBron James átti mjög slakan leik í NBA-deildinni í nótt og það var ekki sökum að spyrja því Lakers-liðið mátti ekki við því.

Los Angeles Lakers tapaði með 32 stigum á móti Denver Nuggets en þetta var stærsta tapið á tímabilinu og stærsta tapið í sögu félagsins á móti Denver.

Leikmenn Lakers hittu sem dæmi aðeins úr 5 af 35 þriggja stiga skotum sínum í leiknum sem gerir aðeins 14 prósent skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna.

Tölfræðin sýnir það hinsvegar og sannar að þetta var langversti leikur LeBron James á tímabilinu eins og sjá má hér fyrir neðan.





Meðaltöl LeBron James á tímabilinu fyrir leikinn í nótt voru 28,3 stig, 6,9 stoðsendingar, 50,4 prósent skotnýting og 34,5 prósent þriggja stiga skotnýting.

LeBron James hafði fyrir þennan leik minnst skorað 18 stig í leik en það var í tapi á móti toppliði Toronto Raptors. Hann hafði minnst gefið 2 stoðsendingar í leik á móti Sacramento Kings.

Þetta var líka í frysta sinn sem James hittir úr minna en 40 prósent skota sinna í leik með Lakers liðinu en LeBron James hafði hitt úr 50 prósent skota sinna eða betur í 11 af fyrstu 19 leikjum sínum.

LeBron James klúðraði meira að segja þessari troðslu hér fyrir neðan þó að liðsfélagi hans hafi á endanum bjargað málunum.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×