Viðskipti innlent

Samþykkja undanþágur fyrir Icelandair

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vérlar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Vérlar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. vísir/vilhelm
Eigendur skuldabréfa Icelandair Group upp á um 27 milljarða króna samþykktu að heimila tímabundna undanþágu frá tilteknum fjárhagslegum skilyrðum skuldabréfanna. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar í hádeginu. Félaginu var í gær veitt undanþága frá skilmálum skuldabréfanna til 30. nóvember, föstudagsins næstkomandi, þegar hluthafafundur Icelandair Group fer fram.

Í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair fyrir þriðja ársfjórðung kom fram að skilyrði umræddra skuldabréfa hafi ekki verið uppfyllt. Daginn sem uppgjörið var kynnt, þann 30. október síðastliðinn, hóf Icelandair skriflegt ferli með skuldabréfaeigendum þar sem formlega var óskað eftir undanþágu frá skilyrðunum.

Sjá einnig: Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair

Atkvæðagreiðslu skuldabréfaeigenda um undanþágurnar lauk í gær og segir í tilkynningu sem Icelandair Group að nægjanlegt magn atkvæða hafi borist til að atkvæðagreiðslan teljist lögmæt. Þar að auki hafi nægjanlegur meirihluti skuldabréfaeigenda samþykkt tillögur félagsins. Hinar tímabundnu undanþágur hafi því verið staðfestar.

Þá var greint frá því í gær að greint var frá því í gær að Icelandair ætti einnig í viðræðum um skilmálabreytingar á skuldabréfum í félaginu. Breytingunum væri ætlað að á fram „langtímalausn fyrir Icelandair og skuldabréfaeigendur.“ Ekkert er hins vegar minnst á þessar skilmálabreytingar í fyrrnefndri tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×