Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 20:53 Lilja Dögg Alfreðsdóttir starfaði með þeim Gunnari Braga og Sigmundi Davíð þegar þeir voru í Framsóknarflokknum. vísir/vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins séu óafsakanlegar. Hún segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. Þetta kemur fram í færslu sem Lilja birti á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún vísar í upptökur af umræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins á hótelbar fyrr í mánuðinum. „Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum,“ segir Lilja í færslu sinni. Á upptökunum mátti heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingflokksformann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kallaði Lilju „helvítis tík“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, sagði henni ekki vera treystandi. Þá mátti heyra Bergþór Ólason enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hafi „ekki fengið að ríða“.Hefði hringt í sumar Þeir Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð störfuðu báðir með Lilju í Framsóknarflokknum á sínum tíma. Eftir birtingu Panamaskjalanna og afsögn Sigmundar Davíðs var Lilja gerð að utanríkisráðherra í stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Í upptökunum mátti einnig heyra Gunnar Braga hrópa: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund Davíð í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir Sigmundur og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð. Lilja er stödd er í Osló þar sem hún sækir hátíðarsamkomu í Óslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins séu óafsakanlegar. Hún segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. Þetta kemur fram í færslu sem Lilja birti á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún vísar í upptökur af umræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins á hótelbar fyrr í mánuðinum. „Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum,“ segir Lilja í færslu sinni. Á upptökunum mátti heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingflokksformann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kallaði Lilju „helvítis tík“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, sagði henni ekki vera treystandi. Þá mátti heyra Bergþór Ólason enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hafi „ekki fengið að ríða“.Hefði hringt í sumar Þeir Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð störfuðu báðir með Lilju í Framsóknarflokknum á sínum tíma. Eftir birtingu Panamaskjalanna og afsögn Sigmundar Davíðs var Lilja gerð að utanríkisráðherra í stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Í upptökunum mátti einnig heyra Gunnar Braga hrópa: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund Davíð í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir Sigmundur og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð. Lilja er stödd er í Osló þar sem hún sækir hátíðarsamkomu í Óslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira