Viljum enda árið með sigri Hjörvar Ólafsson skrifar 10. nóvember 2018 11:00 Erik Hamrén er án sigurs í fyrstu fjórum leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Íslands. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sína síðustu leiki á árinu þegar liðið mætir Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA og svo vináttulandsleik gegn Katar. Leikirnir fara báðir fram á belgískri grundu en íslenska liðið mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA fimmtudaginn 15. nóvember og Katar mánudaginn 19. nóvember. Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson geta ekki tekið þátt í þessum verkefnum vegna meiðsla. Þá tekur Ragnar Sigurðsson út leikbann í leiknum gegn Belgíu og verður ekki með í leiknum gegn Katar. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, sem hefur verið fjarri góðu gamni síðan á heimsmeistaramótinu í sumar kemur inn í leikmannahópinn. Hann mun taka þátt í leiknum gegn Belgíu, en fær hvíld í leiknum gegn Katar. Þá koma Arnór Sigurðsson, Hjörtur Hermannsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Guðmundur Þórarinsson inn í hópinn frá síðustu leikjum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, minnti á að sigur í leiknum gegn Belgíu gæti orðið til þess að liðið hafni á meðal tíu efstu þjóðanna í A-deild Þjóðadeildarinnar og það myndi þýða að liðið yrði í hærri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í undankeppni EM 2020. Þar af leiðandi leggi liðið allt kapp á að fara með sigur af hólmi í þeim leik. Þá hafi liðið ekki náð í mörg hagstæð úrslit á þessu ári og af þeim sökum muni það leggja allt kapp á að vinna Katar þrátt fyrir að um vináttulandsleik sé að ræða. „Mér fannst ég merkja mikla bætingu í síðustu tveimur leikjum liðsins og við stefnum á að byggja á því í komandi verkefnum. Mér fannst liðið mun þéttara í varnarleiknum og við vorum skarpari í sóknarleiknum. Við sköpuðum fjölmörg góð færi til þess að skora fleiri mörk en við skoruðum. Við bættum okkur í föstum leikatriðum báðum megin á vellinum,“ sagði Hamrén í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundinum í gær. „Hugarfarið var einnig allt annað og það var gaman að sjá það. Við þurfum hins vegar að bæta okkur í varnarleiknum og bæta smáatriðin þar. Við erum að fá á okkur of mörg mörk og þurfum að laga það. Það er auðvitað slæmt að vera án jafn margra lykilleikmanna og raun ber vitni. Það er hins vegar ekki í okkar höndum að koma í veg fyrir þau. Þetta er hluti af fótboltanum og ég vorkenni mest þeim leikmönnum sem hafa orðið fyrir þessum meiðslum,“ sagði hann enn fremur. „Það er hins vegar jákvætt að við fáum Aron [Einar Gunnarsson] aftur inn í liðið. Ég mætti honum þegar ég stýrði sænska liðinu og hef rætt við hann mikið í síma. Ég hlakka mikið til þess að hitta hann og fara yfir málin með honum. Það verður gott að fá hann aftur inn í liðið,“ sagði Svíinn um mikilvægi þess að fá fyrirliðann aftur í hópinn. „Við förum í þessa leiki til þess að vinna þá og það getur skipt okkur miklu máli að ná hagstæðum úrslitum á móti Belgíu. Það munu einhverjir leikmenn fá tækifæri í leiknum gegn Katar, en þrátt fyrir að við munum breyta byrjunarliðinu á einhvern hátt ætlum við að fara með sigur af hólmi,“ segir hann um komandi verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sína síðustu leiki á árinu þegar liðið mætir Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA og svo vináttulandsleik gegn Katar. Leikirnir fara báðir fram á belgískri grundu en íslenska liðið mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA fimmtudaginn 15. nóvember og Katar mánudaginn 19. nóvember. Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson geta ekki tekið þátt í þessum verkefnum vegna meiðsla. Þá tekur Ragnar Sigurðsson út leikbann í leiknum gegn Belgíu og verður ekki með í leiknum gegn Katar. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, sem hefur verið fjarri góðu gamni síðan á heimsmeistaramótinu í sumar kemur inn í leikmannahópinn. Hann mun taka þátt í leiknum gegn Belgíu, en fær hvíld í leiknum gegn Katar. Þá koma Arnór Sigurðsson, Hjörtur Hermannsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Guðmundur Þórarinsson inn í hópinn frá síðustu leikjum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, minnti á að sigur í leiknum gegn Belgíu gæti orðið til þess að liðið hafni á meðal tíu efstu þjóðanna í A-deild Þjóðadeildarinnar og það myndi þýða að liðið yrði í hærri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í undankeppni EM 2020. Þar af leiðandi leggi liðið allt kapp á að fara með sigur af hólmi í þeim leik. Þá hafi liðið ekki náð í mörg hagstæð úrslit á þessu ári og af þeim sökum muni það leggja allt kapp á að vinna Katar þrátt fyrir að um vináttulandsleik sé að ræða. „Mér fannst ég merkja mikla bætingu í síðustu tveimur leikjum liðsins og við stefnum á að byggja á því í komandi verkefnum. Mér fannst liðið mun þéttara í varnarleiknum og við vorum skarpari í sóknarleiknum. Við sköpuðum fjölmörg góð færi til þess að skora fleiri mörk en við skoruðum. Við bættum okkur í föstum leikatriðum báðum megin á vellinum,“ sagði Hamrén í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundinum í gær. „Hugarfarið var einnig allt annað og það var gaman að sjá það. Við þurfum hins vegar að bæta okkur í varnarleiknum og bæta smáatriðin þar. Við erum að fá á okkur of mörg mörk og þurfum að laga það. Það er auðvitað slæmt að vera án jafn margra lykilleikmanna og raun ber vitni. Það er hins vegar ekki í okkar höndum að koma í veg fyrir þau. Þetta er hluti af fótboltanum og ég vorkenni mest þeim leikmönnum sem hafa orðið fyrir þessum meiðslum,“ sagði hann enn fremur. „Það er hins vegar jákvætt að við fáum Aron [Einar Gunnarsson] aftur inn í liðið. Ég mætti honum þegar ég stýrði sænska liðinu og hef rætt við hann mikið í síma. Ég hlakka mikið til þess að hitta hann og fara yfir málin með honum. Það verður gott að fá hann aftur inn í liðið,“ sagði Svíinn um mikilvægi þess að fá fyrirliðann aftur í hópinn. „Við förum í þessa leiki til þess að vinna þá og það getur skipt okkur miklu máli að ná hagstæðum úrslitum á móti Belgíu. Það munu einhverjir leikmenn fá tækifæri í leiknum gegn Katar, en þrátt fyrir að við munum breyta byrjunarliðinu á einhvern hátt ætlum við að fara með sigur af hólmi,“ segir hann um komandi verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira