Körfubolti

Hayward fékk kaldar móttökur í Utah

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hayward í leiknum í nótt
Hayward í leiknum í nótt vísir/getty
Gordon Hayward fékk kaldar móttökur við endurkomuna til Utah og labbaði af vellinum tómhentur eftir tap fyrir gömlu liðsfélögunum í Utah Jazz.

Hayward fór frá Utah til Boston Celtics sumarið 2017 en gat ekkert spilað fyrir Celtics síðasta vetur vegna meiðsla. Eftir sjö tímabil hjá Utah var baulað á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í leiknum í nótt.

Hann setti 13 stig og sjö stoðsendingar í leiknum fyrir Boston, Jayson Tatum og Terry Rozier gerðu mest fyrir gestina með 22 og 21 stig.

Joe Ingles fór fyrir liði heimamanna og jafnaði sinn besta leik á ferlinum með 27 stig.

Tapið var það þriðja í fjórum leikjum hjá Boston og var þjálfarinn Brad Stevens ekki sáttur með varnarleikinn hjá sínum mönnum. „Við byrjuðum ágætlega en náðum ekki að frákasta og vörnin okkar á „pick-and-roll“ er alls ekki nógu góð,“ sagði Stevens.





Í Miami náðu gestirnir í Indiana Pacers í sinn fimmta útisigur í röð þegar þeir sóttu heimamenn í Miami Heat heim.

Victor Oladipo skoraði 22 stig fyrir Pacers í leiknum sem endaði á 16-2 kafla gestanna. Domantas Sabonis og Darren Collison settu 17 stig fyrir Pacers hvor og Bojan Bogdanovic skoraði 16.

Eftir tvo tapleiki í röð á heimavelli virðist Pacers ekki geta tapað á útivelli og skilaði frábær varnarleikur þeim sigrinum, Miami var bara með 37 prósenta skotnýtingu í seinni hálfleik.

Úrslit næturinnar:

Orlando Magic - Washington Wizards 117-108

Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 133-132

Atlanta Hawks - Detroit Pistons 109-124

Miami Heat - Indiana Pacers 102-110

Denver Nuggets - Brooklyn Nets 110-112

Utah Jazz - Boston Celtics 123-115

Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 121-110

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×