Gert við Fjordvik í Keflavík Sighvatur Jónsson skrifar 10. nóvember 2018 12:20 Fjordvik komið að bryggju í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi. Vísir/Víkurfréttir Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn, þangað sem skipið var dregið í gær, áður en það verður dregið til frekari viðgerða i þurrkví í Hafnarfirði. Vika er liðin frá því að Fjordvik strandaði við utanverðan hafnargarðinn í Helguvík. Eftir fund sem starfsmenn Reykjaneshafnar áttu í gær með erlenda björgunarteyminu sem unnið hefur að björgun skipsins var hafist handa við að losa það af strandstað síðdegis í gær. Háflóð var um klukkan hálfátta en aðgerðir hófust rúmum tveimur tímum fyrr.Við upphaf aðgerða í gær hallaði Fjordvik bakborðsmegin.Vísir/VíkurfréttirSjó dælt úr skipinu Byrjað var á því að dæla lofti í lestar skipsins til að losa sjó þaðan. Tryggja þurfti stöðugleika skipsins þar sem taka þurfti tillit til skemmda þess og farms en komið hefur fram að 1600 tonn af sementi eru um borð. Sjór hefur komist í lestar skipsins og myndað harða skel í efsta lagi farmsins. Þegar menn brutu sig í gegnum þá skel í gær kom í ljós að undir henni er þurrt sement.Fjordvik losað af strandstað við Helguvík í gær.Vísir/VíkurfréttirAðgerðir gengu vel Fljótlega báru aðgerðirnar árangur og skipið reis rólega en það hafði hallað áberandi mikið á bakborða eftir nokkurra daga legu í utanverðum grjótgarði hafnarinnar. Þegar jafnvægi var náð var Fjordvik losað af strandstað rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir dráttarbátar Faxaflóahafna, Jötunn og Magni, voru notaðir til að draga Fjordvik inn í Keflavíkurhöfn á hægum hraða en skipið kom þangað um klukkan níu.Þrír hafnsögubátar voru notaðir við björgunaraðgerðir í gær.Vísir/VíkurfréttirDregið til Hafnarfjarðar Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að mikið kapp hafi verið lagt á að losa Fjordvik af strandstað í gær þar sem spáð er versnandi veðri. „Og það er bara ekki gott ef skipið berst svona utan í grjótgarðinn eins og það gerði þarna. Þannig ef við hefðum ekki náð því núna hefði það verið verra farið á sunnudaginn.“ Fjordvik er skemmt aftarlega á bakborða skipsins. Haft er eftir köfurum sem skoðuðu skipið að bæði skrúfu og stýri þess vanti. „Næsta skref er að reyna að þétta skipið hérna við kantinn til þess að geta dregið það lengra. Hugmyndirnar sem uppi eru er að fara með það inní Hafnarfjarðarhöfn. Þar er þurrkví sem hægt er að setja skipið í og vinna þá betur að því og loka öllum opum þannig að hægt sé að fara með það yfir hafið. Hvar það endar veit ég ekki en það er annarra að ákveða það,“ sagði Halldór Karl Hermannsson. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn, þangað sem skipið var dregið í gær, áður en það verður dregið til frekari viðgerða i þurrkví í Hafnarfirði. Vika er liðin frá því að Fjordvik strandaði við utanverðan hafnargarðinn í Helguvík. Eftir fund sem starfsmenn Reykjaneshafnar áttu í gær með erlenda björgunarteyminu sem unnið hefur að björgun skipsins var hafist handa við að losa það af strandstað síðdegis í gær. Háflóð var um klukkan hálfátta en aðgerðir hófust rúmum tveimur tímum fyrr.Við upphaf aðgerða í gær hallaði Fjordvik bakborðsmegin.Vísir/VíkurfréttirSjó dælt úr skipinu Byrjað var á því að dæla lofti í lestar skipsins til að losa sjó þaðan. Tryggja þurfti stöðugleika skipsins þar sem taka þurfti tillit til skemmda þess og farms en komið hefur fram að 1600 tonn af sementi eru um borð. Sjór hefur komist í lestar skipsins og myndað harða skel í efsta lagi farmsins. Þegar menn brutu sig í gegnum þá skel í gær kom í ljós að undir henni er þurrt sement.Fjordvik losað af strandstað við Helguvík í gær.Vísir/VíkurfréttirAðgerðir gengu vel Fljótlega báru aðgerðirnar árangur og skipið reis rólega en það hafði hallað áberandi mikið á bakborða eftir nokkurra daga legu í utanverðum grjótgarði hafnarinnar. Þegar jafnvægi var náð var Fjordvik losað af strandstað rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir dráttarbátar Faxaflóahafna, Jötunn og Magni, voru notaðir til að draga Fjordvik inn í Keflavíkurhöfn á hægum hraða en skipið kom þangað um klukkan níu.Þrír hafnsögubátar voru notaðir við björgunaraðgerðir í gær.Vísir/VíkurfréttirDregið til Hafnarfjarðar Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að mikið kapp hafi verið lagt á að losa Fjordvik af strandstað í gær þar sem spáð er versnandi veðri. „Og það er bara ekki gott ef skipið berst svona utan í grjótgarðinn eins og það gerði þarna. Þannig ef við hefðum ekki náð því núna hefði það verið verra farið á sunnudaginn.“ Fjordvik er skemmt aftarlega á bakborða skipsins. Haft er eftir köfurum sem skoðuðu skipið að bæði skrúfu og stýri þess vanti. „Næsta skref er að reyna að þétta skipið hérna við kantinn til þess að geta dregið það lengra. Hugmyndirnar sem uppi eru er að fara með það inní Hafnarfjarðarhöfn. Þar er þurrkví sem hægt er að setja skipið í og vinna þá betur að því og loka öllum opum þannig að hægt sé að fara með það yfir hafið. Hvar það endar veit ég ekki en það er annarra að ákveða það,“ sagði Halldór Karl Hermannsson.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira