Fótbolti

Atletico Madrid stal sigrinum gegn Athletic Bilbao

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Godin fagnar sigurmarki sínu
Godin fagnar sigurmarki sínu Vísir/Getty
Atletico Madrid stal sigrinum gegn Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa lent tvisvar sinnum undir.



Atletico Madrid fékk Athletic Bilbao í heimsókn í mikilvægum leik en Atletico þurfti á sigri að halda til þess að halda í við topplið Barcelona.



Inaki Williams kom gestunum í Bilbao yfir á 36. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiksins.



Mörkin áttu hins vegar eftir að verða fleiri í þeim síðari. Thomas jafnaði leikinn fyrir Atletico Madrid á 61. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar skoraði Williams sitt annað mark og kom Bilbao aftur yfir.



Atletico Madrid jafnaði leikinn öðru sinni á 80. mínútur en það gerði Rodri. Það var svo Diego Godin sem reyndist hetja Atletico Madrid en hann tryggði þeim sigurinn með marki í uppbótartíma.



Mikilvæg þrjú stig hjá Madrídingum en nú eru þeir einu stigi á eftir Barcelona, en Börsungar eiga leik til góða á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×