Fótbolti

Leikur Genoa og Napoli stöðvaður um stundarsakir vegna rigningar

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld Vísir/Getty
Leikur Genoa og Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni var stöðvaður um stundarsakir í kvöld vegna gríðarlegrar rigningar í Genoaborg. Leikurinn er hafinn aftur. 



Miklir pollar mynduðust á vellinum í kjölfar rigningarinnar og sá Rosario Abisso, dómari leiksins ekkert annað í stöðunni en að stöðva leikinn.



Leikurinn var stöðvaður á 59. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir Genoa.



Skömmu eftir að leikurinn var stöðvaður stytti hressilega upp og voru leikmenn því kallaðir aftur út á völl til þess að klára leikinn.



Napoli jafnaði leikinn rúmum fjórum mínútum eftir að leikurinn var flautaður af stað af nýju og er því 1-1 þegar þetta er skrifað en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 





 





 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×