Fótbolti

Napoli sótti stigin þrjú í rigningunni í Genoa

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld Vísir/Getty
Napoli sótti í stigin þrjú gegn Genoa í miklum rigningarleik í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.



Það voru heimamenn í Genoa sem komust yfir á 20. mínútu leiksins en markið skoraði Christian Kouame.



Reyndist það vera eina mark fyrri hálfleiks.



Það rigndi gríðarlega mikið í Genoaborg á meðan leiknum stóð og á 59. mínútu þurfti Rosario Abisso, dómari leiksins að stöðva leikinn vegna þess.



Skömmu eftir að leikurinn var stöðvaður stytti hins vegar upp og voru leikmenn því kallaðir aftur út á völl til þess að klára leikinn.



Þessi pása reyndist leikmönnum Napoli vel því þeir jöfnuðu leikinn um fjórum mínútum eftir að leikurinn var flautaður aftur á.



Napoli héldu áfram að sækja eftir jöfnunarmarkið og það skilaði sér á 86. mínútu þegar Davide Biraschi varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Markið reyndist sigurmark leiksins.



Með sigrinum er Napoli komið með 28 stig, og er þremur stigum á eftir toppliði Juventus. Meistararnir eiga hins vegar leik til góða á Napoli og geta aukið forystu sína aftur á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×