Körfubolti

Framlengingin: Við vorum að ofmeta Stjörnuna

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Stjarnan er í basli samkvæmt sérfræðingum Körfuboltakvölds
Stjarnan er í basli samkvæmt sérfræðingum Körfuboltakvölds
Sérfræðingar Körfuboltakvölds voru óvenju sammála í Framlengingu síðustu umferðar í Dominos-deild karla.

 

Teitur, Jón Halldór og Kristinn voru í settinu ásamt Kjartani Atla og ræddu þeir helstu mál síðustu umferðar.



Valur sigraði Stjörnuna en sérfræðingar Körfuboltakvölds spáðu Stjörnunni efsta sætinu í deildinni í vetur. Þeim lýst ekkert alltof vel á blikuna í Garðabænum.



„Við vorum að ofmeta þá. Við vorum að gera ráð fyrir þeim miklu betri en þeir eru. Þeir eru með fjóra landsliðsmenn,“ sagði Jón Halldór.



„Ég hélt þeir kæmu sterkari inn í mótið,“ sagði Teitur um Stjörnuna.



Elvar Friðriksson er á leiðinni aftur í Ljónagryfjuna en um gríðarlega styrkingu er að ræða hjá Njarðvík.



„Ég held að þetta hjálpi Njarðvíkurliðinu rosalega. Ef Einar fengi að velja einn leikmann til þess að fá í liðið, þá hefði hann sennilega valið Elvar,“ sagði Teitur um þessa styrkingu.



„Besti leikmaðurinn í liðinu er að koma í liðið. Elvar er besti leikmaðurinn í liðinu,“ sagði Kristinn.



Aðspurðir um hvaða lið væri að læðast meðfram veggjunum sagði Kristinn að það væri ÍR. Teitur og Jón Halldór voru hins vegar sammála um að það væri Grindavík.



Einhver lið gætu breytt leikmannahópi sínum á næstunni. Jón Halldór vill sjá Stjörnuna skoða sín mál sem og ÍR. Teitur vill hins vegar sjá Skallagrím breyta til.



„Ég held að Skallagrímur sé liðið í augnablikinu sem á að vera hræddast. Ég held að Finnur sé eitthvað að hugsa um hvað hann getur breytt. Þeir eru búnir að tapa tveimur erfiðum leikjum. Þegar þeir voru að horfa á planið, sáu þeir Breiðablik og Hauka og hugsuðu að þarna gætu þeir náð í sigra. Þeir tapa þeim báðum og þá horfa þeir á töfluna og það er gjörbreytt staða fyrir þá,“ sagði Teitur.



Sjáðu alla Framlenginguna hérna fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×