Enski boltinn

Endurkoma Rooney grefur undan Southgate

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rooney skoraði 53 mörk fyrir England á ferlinum
Rooney skoraði 53 mörk fyrir England á ferlinum vísir/getty
Endurkoma Wayne Rooney í enska landsliðið grefur undan Gareth Southgate. Þetta segir blaðamaður The Times Alyson Rudd.

Wayne Rooney leikur sinn 120. leik fyrir England í næstu viku þegar hann snýr aftur í ensku landsliðstreyjuna. Rooney tekur þátt í vináttuleik við Bandaríkin sem hefur verið gerður að góðgerðarleik fyrir Wayne Rooney Foundation.

Southgate hefur gefið það út að Rooney mun ekki byrja leikinn, en fyrst um sinn bárust fréttir af því að fyrrum Manchester United maðurinn fengi fyrirliðbandið.

„Við eigum að vera að byggja liðið upp til framtíðar,“ sagði Rudd í morgunþætti Sky Sports Sunday Supplement þegar endurkoma Rooney var rædd.

„Hann er með 119 landsleiki, það er hellingur. Það þarf ekki að koma honum í slétta tölu. Hann má láta sjá sig á Wembley og vekja athygli á góðgerðarstarfi hans, en ég skil ekki afhverju hann þarf að taka þátt í leiknum.“

„Mér finnst það grafa undan andrúmsloftinu sem Gareth Soutgate er að reyna að skapa.“

Leikur Englands og Bandaríkjanna fer fram 15. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×