Erlent

Kona handtekin í Ástralíu í tengslum við jarðarberjamálið

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Jarðarber voru tekin úr búðum í Ástralíu.
Jarðarber voru tekin úr búðum í Ástralíu. Getty
Fimmtug kona hefur verið handtekin í Queensland í Ástralíu í tengslum við mál þar sem saumnálum hafði verið komið fyrir í jarðarberjum. Konan var handtekin í dag eftir flókna og umfangsmikla rannsókn að því er segir í frétt BBC um málið.

Allsherjar rannsókn var gerð eftir að neytendur greindu fyrst frá þessu í september. Um 100 tilvik voru tilkynnt, þar sem nálar fundust í jarðaberjaöskum. Bændur voru neyddir til að henda fleiri tonnum af jarðarberjum og verslanir hættu að selja jarðarber.

Fyrsta tilvikið kom upp í Queensland þar sem að maður var fluttur á sjúkrahús með magaverk eftir að hafa borðað jarðarber.

Yfirvöld í Ástralíu hækkuðu í kjölfarið hámarksrefsingu fyrir að eiga við ávexti úr tíu ára fangelsi í fimmtán ár. 


Tengdar fréttir

Rannsaka saumnálafaraldur í áströlskum jarðarberjum

Yfirvöld í Ástralíu hafa nú fyrirskipað rannsókn á sex tilvikum þar sem saumnálar hafa ítrekað fundist í jarðarberjum sem seld hafa verið í verslunum. Sex tilvik hafa verið tilkynnt á síðustu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×