Erlent

Stakk mann og ók á verslunarmiðstöð

Andri Eysteinsson skrifar
Rúmenska lögreglan handtók manninn eftir að vitni höfðu yfirbugað hann.
Rúmenska lögreglan handtók manninn eftir að vitni höfðu yfirbugað hann. EPA/ Robert Ghement
Tíu eru særðir eftir æðiskast 20 ára karlmanns í Rúmeníu í dag. Rúmensk yfirvöld segja engan hinna slösuðu vera í lífshættu. AP greinir frá.

Maðurinn ók bifreið í burtu eftir að hafa stungið mann, tveir vegfarendur urðu fyrir bílnum áður en hann klessti bílnum á verslunarmiðstöð í borginni Braila.

Talskona lögreglunnar í BrailaLaura Dan, segir að hinn grunaði hafi átt í útistöðum við annan karlmann vegna eignarhalds á ökutækinu, Tvítugi maðurinn greip til þess ráðs að stinga manninn í bringu og maga og ók burt í snarhasti.

Maðurinn keyrði á tvær manneskjur á leið sinni að verslunarmiðstöðinni þar sem för hans endaði á inngangi verslunarmiðstöðvarinnar. Sjö viðskiptavinir slösuðust, þar af tvö börn.

Allir sem urðu fyrir áverkum vegna gjörða mannsins hafa verið sendir á sjúkrahús, einn þeirra tíu er í alvarlegu ástandi. Reuters fjallar einnig um málið á vef sínum.

Vitni yfirbuguðu manninn og var handtekinn skömmu síðar af lögreglu. Maðurinn reyndist vera með áfengi í blóðinu að sögn Lauru Dan, talskonu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×