Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2018 17:55 Fyrsti McDonald's staðurinn sem var opnaður á Íslandi í Skeifunni. Vísir/Vilhelm Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. Upplýsingarnar eru ekki hafðar eftir neinum en er sett í samhengi við vöxt í ferðamennsku og að fjárfestar horfi hýru auga til klakans. McDonald's hafði á sínum tíma fjögur útibú á Íslandi en því síðasta var lokað árið 2009. Segja má að hamborgarastaðurinn Metró hafi að einhverju leyti fyllt í skarðið en borgararnir þykja líkir þeim sem McDonald's býður upp á um heim allan. Eini viðmælandinn í frétt New York Post er Sigurður Hannesson, stærðfræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður ræðir við blaðamann um ferðamannasprengjuna og fer yfir tölulegar staðreyndir um vöxtinn undanfarin ár.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist enga hugmynd hafa um hvort hamborgararisinn sé á leiðinni til landsins á ný.Sigurður segir í samtali við Vísi að upplýsingar um hamborgararisann komi ekki frá honum. Hann hafi rætt við blaðamann New York Post fyrir um tveimur vikum en hafði ekki séð fréttina sem birtist í dag.Viðskiptablaðið spurðist fyrir um það fyrir tveimur árum hvort til stæði að opna McDonald's á Íslandi. Í skriflegu svari fyrirtækisins kom fram að engin áform væru uppi þess efnis. „Hjá McDonald’s tökum við ýmsa þætti til greina þegar við íhugum að opna á nýju markaðssvæði eða í nýju landi. Í augnablikinu höfum við engin áform um að opna veitingastaði á Íslandi,“ segir í svari talsmanns McDonald’s. Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. Upplýsingarnar eru ekki hafðar eftir neinum en er sett í samhengi við vöxt í ferðamennsku og að fjárfestar horfi hýru auga til klakans. McDonald's hafði á sínum tíma fjögur útibú á Íslandi en því síðasta var lokað árið 2009. Segja má að hamborgarastaðurinn Metró hafi að einhverju leyti fyllt í skarðið en borgararnir þykja líkir þeim sem McDonald's býður upp á um heim allan. Eini viðmælandinn í frétt New York Post er Sigurður Hannesson, stærðfræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður ræðir við blaðamann um ferðamannasprengjuna og fer yfir tölulegar staðreyndir um vöxtinn undanfarin ár.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist enga hugmynd hafa um hvort hamborgararisinn sé á leiðinni til landsins á ný.Sigurður segir í samtali við Vísi að upplýsingar um hamborgararisann komi ekki frá honum. Hann hafi rætt við blaðamann New York Post fyrir um tveimur vikum en hafði ekki séð fréttina sem birtist í dag.Viðskiptablaðið spurðist fyrir um það fyrir tveimur árum hvort til stæði að opna McDonald's á Íslandi. Í skriflegu svari fyrirtækisins kom fram að engin áform væru uppi þess efnis. „Hjá McDonald’s tökum við ýmsa þætti til greina þegar við íhugum að opna á nýju markaðssvæði eða í nýju landi. Í augnablikinu höfum við engin áform um að opna veitingastaði á Íslandi,“ segir í svari talsmanns McDonald’s.
Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira