Fótbolti

Santiago Solari fær fastráðningu hjá Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Santiago Solari á hliðarlínunni hjá Real Madrid.
Santiago Solari á hliðarlínunni hjá Real Madrid. Vísir/Getty
Argentínumaðurinn Santiago Solari fær að halda áfram starfi sínu sem stjóri Real Madrid en hann tók í fyrstu tímabundið við eftir að Julen Lopetguivar rekinn úr starfi.

Spænska knattspyrnusambandið staðfestir að það hafi fengið sendan til sín samning Real Madrid og Santiago Solari en Real Madrid hefur samt ekki gefið neitt formlega út.

Santiago Solari tók við liðinu 29. október síðastliðinn og undir hans stjórn hefur liðið unnið alla fjóra leiki sína. Þetta er besta byrjun þjálfara hjá Real Madrid.





Santiago Solari hafði þjálfað hin ýmsu unglinga- og varalið hjá Real Madrid frá árinu 2013 þegar hann fékk þetta stóra tækifæri.

Þeir sem taka tímbundið við á Spáni mega ekki vera lengur en tvær vikur án þess að fá fastráðingu og því var komið að því hjá forráðamönnum Real Madrid að taka ákvörðun með framhaldið.

Real Madrid var í níunda sæti þegar hann tók við en liðið er nú komið upp í sjötta sætið, fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona. Markatalan í þessum fjórum leikjum undir stjórn Solari er 15-2 eða þrettán mörk í plús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×