Innlent

Um þúsund komast ekki að á Reykjalundi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Um þúsund manns eru á biðlista hjá endurhæfingarmiðstöðin að Reykjalundi en stofnunin getur aðeins sinnt um helmingi þeirra beiðna sem henni berast árlega. Þá er bið er eftir því að komast á biðlista eftir liðskipaaðgerðum að sögn heilbrigðisráðherra.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í biðlista eftir ýmsum aðgerðum og meðferðarúrræðum hjá heilbrigðisstofnunum í óundirbúnum fyrirspurna á Alþingi í dag þar sem hann vitnaði í tölur frá landlækni.

Nefndi hann liðskiptaaðgerðir sérstaklega sem um þúsund manns bíða eftir að komast í og jafnvel séu sóttar á einkastofur erlendis. Þorsteinn spurði ráðherra hvort til greina kæmi að liðka fyrir því að einkaaðilar framkvæmi slíkar aðgerðir hér á landi en því svaraði ráðherra ekki beint.

Álíka margir og bíða eftir liðskiptaaðgerðum bíða eftir að komast í endurhæfingu á Reykjalundi.Fram kom í máli Svandísar að átaksverkefni um styttingu biðlista ljúki um áramótin en að gert sé ráð fyrir að sambærilegt fjármagn, um 900 milljónir, verði varanlega fest í ramma fjárlaga til styttingar biðlista með nýju frumvarpi til fjárlaga.

Birgir Gunnarsson, forstjóri endurhæfingarstöðvarinnar á Reykjalundi, segir orðið tímabært að endurnýja samning við ríkið en stofnunin getur á ársgrundvelli aðeins tekið við um það bil helmingi þeirra sem þyrftu að komast að.

Gildandi samningurkveður á um að stofnunin sinni um 1.050 einstaklingum á ári en beiðnirnar eru um 2.000. Ítarlegra viðtal við Birgi er að finna í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×