Fótbolti

Conte ekkert að drífa sig í nýtt starf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conte er alveg rólegur í fríinu.
Conte er alveg rólegur í fríinu. vísir/getty
Antonio Conte, fyrrum stjóri Chelsea, segir að hann sé þolinmóður eftir næsta starf og ætli ekki að flýta sér í stjórastólinn á ný.

Ítalinn var rekinn frá Chelsea í sumar eftir að hafa gert liðið að meisturum fyrir tveimur árum en í sumar var hann mikið orðaður við Real Madrid.

Conte sagði hins vegar í síðustu viku að hann hefði ekki áhuga á starfinu því að það væri ekki rétta skrefið á hans ferli og í dag var staðfest að Santiago Solari stýrir Real út tímabilið.

„Við sjáum hvað gerist í framtíðinni en mig langar að vera á Ítalíu og vinna aftur á Ítalíu án þess að útiloka það að ég vinni aftur fyrir utan Ítalíu,“ sagði Conte við Sky fréttastofuna í heimalandinu.

„Fyrir stjóra á mínu stigi er betra að bíða í stað þess að hoppa á lestina. Ég vil frekar bíða þangað til í júní og byrja á grunni með nýtt lið og nýtt verkefni.“

„Á þessum tímapunkti er ég ekki óþreyjufullur að finna mér nitt lið. Kannski finn ég ástríðuna eftir tvo til þrjá mánuði og þá mun ég kannski segja eitthvað allt annað en ég segi núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×