Enski boltinn

„Mourinho hagar sér eins og smákrakki“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho á hliðarlínunni á sunnudag
Mourinho á hliðarlínunni á sunnudag vísir/getty
Jose Mourinho hagar sér eins og smákrakki og Manchester United getur ekki batnað undir hans stjórn segir fyrrum Englandsmeistarinn Chris Sutton.

United tapaði fyrir nágrönnum sínum í Manchester City á sunnudag og situr í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar eftir 12 leiki.

Sutton var sérfræðingur á BBC Radio 5 í gærkvöld þar sem hann sagði City einfaldlega hafa yfirspilað United.

„Þetta er eins og að horfa á Manchester gegn varaliði Manchester,“ sagði Sutton. „Það er mjög stórt bil á milli þessara liða og hlutirnir batna ekki nema United skipti um stjóra.“

„Það sem pirraði mig mest voru athugasemdir Mourinho eftir leikinn, hann hegðaði sér eins og smákrakki. Hvenær hættir þetta?“

„Mourinho hefur kvartað yfir peningaleysi, en er frammistaða liðsins ásættanleg miðað við lokin á síðasta tímabili? Hann hefur talað um hversu mikið City eyðir en United þarf að ná Watford og Bournemouth fyrst,“ sagði Sutton sem vann ensku úrvalsdeildina með Blackburn árið 1995.

„Þegar þú horfir á leikmennina sem hann hefur fengið inn, hversu margir hafa staðið sig vel? Hefur hann farið vel með peningin? Nei, það finnst mér ekki. Afhverju ætti stjórn United að treysta honum fyrir því að eyða peningnum vel í janúar?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×