Enski boltinn

Sturridge kærður fyrir að leka innherjaupplýsingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge í leik með Liverpool.
Daniel Sturridge í leik með Liverpool. Vísir/Getty
Daniel Sturridge gæti fengið langt bann eftir að hafa verið ákærður fyrir brot á reglum um veðmál í fótboltaleikjum.

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Liverpool leikmanninn Daniel Sturridge fyrir brot á reglum tengdum veðmálum á knattspyrnuleiki en BBC hefur aflað sér meiri upplýsingar um hvernig Sturridge var að brjóta þessar reglur.

Daniel Sturridge er sakaður um að hafa brotið þessari reglur í janúar síðastliðnum og samkvæmt frétt BBC snúa þessi brot hans meðal annars að því að Sturridge hafi nýtt sér stöðu sína sem leikmaður í ensku úrvalsdeildinni til að verða sér út um innherjaupplýsingar.

Sturridge hafði vitneskju um mál sem voru ekki opinber og þessar upplýsingar mátti hann ekki láta frá sér.





Það er ekki löglegt að leka innherjaupplýsingum til annarra aðila sem nýta sér þær síðan til að græða pening á veðmálum á úrslitum leikja og öðrum veðmálum tengdum þeim.

Daniel Sturridge var meiddur í kringum síðustu áramót og missti þá úr mikið af leikjum. Hann hefur spilað meira á þessu tímabili og minnt á sig með góðum mörkum.

Hinn 29 ára gamli Sturridge hefur verið samvinnuþýður í þessu máli en hann heldur fram sakleysi sínu og segur að hann hafi aldrei veðjað á fótboltaleiki.

Sturridge hefur nú tíma til þriðjudagsins 20. nóvember næstkomandi til þess að bregðast við kærunni og skýra út sína hlið á málinu.

Verði Daniel Sturridge fundinn sekur þá gæti hann verið á leiðinni í langt bann. Joey Barton fékk átján mánaða bann árið 2017 eftir að hann var fundinn sekur um að leggja inn 1260 veðmál á tíu ára kafla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×