Fótbolti

Real ræður Solari til þriggja ára

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solari er tekinn við spænska stórveldinu.
Solari er tekinn við spænska stórveldinu. vísir/getty
Santiago Solari hefur verið ráðinn stjóri Real Madrid til næstu þriggja ára en hann skrifaði í dag undir samning til 2021.

Solari tók við Real tímabundið á dögunum eftir að Julen Lopetegui var rekinn frá liðinu eftir einungis fjórtán leiki í starfi. 5-1 tap gegn Barcelona var hans banabiti.

Reglur spænsku deildarinnar kveða á um að þjálfarar sem eru ráðnir tímabundið geti einungis stýrt liðinu í fimmtán daga. Því var Real í neyð og þurfti að ákveða sig fyrir daginn í dag.

Þeir ákváðu því að bjóða Solari þriggja ára samning en eftir að hann hafi spilað með liðinu hefur hann þjálfað í yngri liðu félagsins.

Eftir dapra byrjun er Madrid í sjötta sæti spænsku deildarinnar en er þó einungis fjórum stigum á eftir erkifjéndunum í Barcelona eftir tólf umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×