Enski boltinn

Rooney vildi klára ferilinn hjá United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney glaður á fréttamannafundi gærdagsins.
Rooney glaður á fréttamannafundi gærdagsins. vísir/getty
Wayne Rooney, fyrrum framherji Manchester United, segir að hann vonaðist eftir því að klára ferilinn með Manchester United en hlutirnir hefðu breyst.

Rooney leikur í kvöld sinn síðasta landsleik en hann fær kveðjuleik með Englandi er liðið mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik á Wembley.

Rooney var í viðtali við sjónvarpsstöð United og var hann spurður hvort hann sakni Manchester United en rúmt ár er síðan hann fór frá United til Everton og þaðan til Bandaríkjanna.

„Auðvitað saknaru þess. Þetta var það markverðasta á mínum ferli að spila með United og ég var þar svo lengi en þetta var rétti tímapunkturinn,“ sagði Rooney aðspurður um tímann í ensku úrvalsdeildinni.

„Í fyrsta lagi var ég ekki að spila og ég hef alltaf verið sá leikmaður sem vill spila. Auðvitað talaði ég við stjórann og það leit ekki út fyrir það að ég væri að fara spila svo það var rétt ákvörðun að fara.“

„Besta staðan hefði verið að halda áfram að spila með United og enda ferilinn þar en fótboltinn breytist. Mismunandi hlutir geta skeð og hlutir gerast að ástæðu.“

„Ég hef nokkrum sinnum komið eftir að ég fór og ég verð þarna yfir jólin þar sem ég sé leik. Ég fór með margar frábærar minningar í farteskinu og stuðningsmennirnir hafa alltaf verið frábærir,“ sagði framherjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×