Enski boltinn

Gylfi í 48. sæti á lista Sky Sports yfir heitustu fótboltamenn Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton í vetur.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton í vetur. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson er í hópi þeirra fótboltamanna í Evrópu sem eru að spila hvað best í evrópska fótboltanum á þessu tímabili að mati Sky Sports.

Sky Sports hefur verið að birta listann í þessari viku og í morgun kom í ljós hverjir eru í sætum 26 til 50.

Gylfi er í 48. sæti á listanum en næstur fyrir ofan hann er Barcelona-maðurinn Philippe Coutinho. Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal er í 49. sætinu.

Meðal frægra leikmanna sem voru fyrir neðan fimmtíu á listanum eru Mohamed Salah (51. sæti), Sadio Mane (52. sæti) og Paul Pogba (57. sæti).

Gylfi er á sínu öðru tímabili með Everton og kom nú inn í tímabilið með fullt undirbúningstímabil sem skiptir hann miklu máli.

„Everton olli vonbrigðum á síðasta tímabili en Marco Silva er að ná að fínstilla sinn leikmannahóp og Gylfi Sigurðsson hefur verið að spila einna best. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur þegar skorað sex mörk á tímabilinu eða jafnmörg og hann skoraði allt síðasta tímabil. Mark Gylfa á móti Leicester í október kemur til greina sem mark ársins,“ segir í umfjöllunni um Gylfa.

Nú er bara að vona að ökklameiðslin séu ekki alvarleg og að Gylfi geti haldið uppteknum hætti eftir enska úrvalsdeildin fer aftur í gang eftir landsleikjahlé.

Hér má sjá hverjir eru í sætum 26 til 50 á lista Sky Sports:

50 - Ciro Immobile

49 - Pierre-Emerick Aubameyang

48 - Gylfi Þór Sigurðsson

47 - Philippe Coutinho

46 - Mario Mandzukic

45 - Boschilia

44 - Dimitri Payet

43 - Robert Lewandowski

42- Mathieu Debuchy

41 - Maximiliano Gomez

40 - Yussuf Poulsen

39 - Rodrigo de Paul

38 - Hugo Lloris

37 - Iago Aspas

36 - Teji Savanier

35 - Mauro Icardi

34 - Cristhian Stuani

33 - Florian Thauvin

32 - Willian

31 - Julian Draxler

30 - Brais Mendez

29 - Luis Suarez

28 - Angel di Maria

27 - David Silva

26 - Anthony Martial




Fleiri fréttir

Sjá meira


×